Fréttir

03. mars 2011

Staðfestingargjald - hreindýraleyfi

News-image for - Búið er að senda út greiðsluseðla vegna staðfsestingargjalds til þeirra sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi. Einnig birtist krafan frá Umhverfisstofnuní heimabönkum viðkomandi. Það er hægt er að greiða seðilinn eða kröfuna beint í heimabanka. Ef geiðsla hefur ekki borist fyrir 1. apríl þá missir viðkomandi leyfið.Nánar ...

02. mars 2011

Rykmengun

News-image for - Að gefnu tilefni vill Umhverfisstofnun koma eftirfarandi á framfæri varðandi samanburð á styrk ryks í útblæstri sorpbrennslustöðva og svifryksmengun í Reykjavík.Nánar ...

02. mars 2011

Leiðbeiningar til fiskeldisstöðva um gerð vöktunaráætlana

Í starfsleyfum Umhverfisstofnunar fyrir fiskeldisstöðvar hefur stofnunin farið fram á að gerðar séu vöktunaráætlanir. Vöktunaráætlanir af þessu tagi eiga að fjalla um vöktun á umhverfisáhrifum í nágrenni stöðvanna. Í eftirlitsferðum Umhverfisstofnunar með starfsemi fiskeldisstöðvanna hefur hins vegar borið á því að kröfur stofnunarinnar hafa ekki þótt nægilega vel útfærðar og að framkvæmd þessara krafna vefjist fyrir rekstraraðilum. Óskað hefur verið eftir því að stofnunin leiðbeini um gerð áætlana af þessu tagi.Nánar ...

25. febrúar 2011

Borgarafundur á Ísafirði

Gísli Halldór Halldórsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar stýrði fundi. Framsögumenn voru Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá Matvælastofnun og Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun. Einnig var í pallborði Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Á fundinn mættu um 60 manns.Nánar ...

25. febrúar 2011

Áform um sviptingu starfsleyfis

Umhverfisstofnun hefur sent Vestmannaeyjabæ bréf þar sem áform stofnunarinnar um að svipta sorpbrennslu þeirra starfsleyfi á grundvelli brota á því voru kynnt, en stöðin hefur ítrekað farið yfir þau mörk sem gefin eru upp fyrir ryk í útblæstri.Nánar ...

23. febrúar 2011

Gámaþjónustan Berghellu

Þann 18. febrúar sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 26. nóvember 2010 - 21. janúar 2011 og barst Umhverfisstofnun ein athugasemd við hana. Fjallað er um afstöðu Umhverfisstofnunar til athugasemdarinnar í greinargerð sem finna má hér að neðan. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Gámaþjónustunni heimilt að taka á móti allt að 100 þúsund tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, böggunar, pökkunar, geymslu og endurnýtingar, og gildir leyfið til næstu sextán ára.Nánar ...

22. febrúar 2011

Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 26.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar þar að kemur.Nánar ...

22. febrúar 2011

Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi er útrúnninn

Síðasti mögulegi dagur til að sækja um var 15. feb. Nánar ...

22. febrúar 2011

Hreindýrakvóti 2011

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákvarðað hreindýraveiðikvóta ársins 2011 og tilhögun veiða. Heimilt verður að veiða allt að 1001 hreindýr árið 2011.Nánar ...

21. febrúar 2011

Marike sökk

Skuttogarinn Merike sem legið hefur í Hafnafjarðarhöfn um langt skeið sökk suður af landinu föstudaginn 18. febrúar sl. þegar verið var að draga hann til Danmerkur til niðurrifs. Danski dráttarbáturinn Eurosund var með Merike í togi suður af landinu þegar hann tilkynnti upp úr hádegi að Merike hafi sokkið kl. 13:00 en engin olía sást á sjónum enda hafi skipið verið tæmt af olíuefnum áður en haldið var úr höfn.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira