Fréttir

16. febrúar 2011

Búsvæði fugla friðlýst

News-image for - Á alþjóðlega votlendisdaginn þann 2. febrúar sl. undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Sveitarfélagið Borgarbyggð, Landbúnaðarháskóli Íslands og landeigendur 13 jarða í Andakíl - Hvítárvalla, Grímarsstaða, Heggsstaða, Báreksstaða, Vatnshamra, Ausu, Neðri-Hrepps, Innri-Skeljabrekku, Ytri-Skeljabrekku, Árdals, Grjóteyrar, Grjóteyrartungu og Skógarkots - standa að friðlýsingunni. Mikil og góð samvinna var milli Umhverfisstofnunar og allra þessara aðila við undirbúning friðlýsingarinnar.Nánar ...

11. febrúar 2011

Borgarafundur á Kirkjubæjarklaustri

Haldinn var borgarafundur á Kirkjubæjarklaustri um viðbrögð við mælingum á díoxíni í búfjárafurðum í Skutulsfirði. Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri stýrði fundi. Á fundinn mættu um 150 manns. Nánar ...

09. febrúar 2011

Aðgerðir vegna díoxíns

Umhverfisstofnun hefur lagt fram áætlun um mælingar á díoxín í jarðvegi í nágrenni mögulegra uppsprettna hérlendis. Rætt hefur verið við fagaðila til að annast mælingarnar en lögð er áhersla á að þær verði gerðar sem fyrst.Nánar ...

07. janúar 2011

Díoxín á Íslandi

Dregið hefur úr heildarlosun díoxíns á Íslandi um 66% frá 1990 til ársins 2008 og um 82% í sorpbrennslu og úrgangsmeðhöndlun. Heildarlosun var 11,3 g I-TEQ (díoxinígilid) árið 1990 en 3,9 g I-TEQ árið 2008. Á árinu 2008 var losun frá áramótabrennum 1,8 g I-TEQ og frá sorpbrennslum og orkuiðnaði 0,6 g I-TEQ af díoxín. Ástæðan fyrir því að heildarlosun hefur dregist saman er fyrst og fremst að mörgum opnum og eldri sorpbrennslum hefur verið lokað og reglur um sorpbrennslur hertar frá árinu 2003.Nánar ...

05. janúar 2011

Fundur með sorpbrennslum

Umhverfisstofnun hélt fund í morgun með rekstraraðilum eldri sorpbrennslna sem starfa í Vestmannaeyjum, á Kirkjubæjarklaustri og á Svínafelli. Niðurstaða fundarins var að gerðar verða nýjar mælingar á losun díoxíns frá stöðvunum nú í janúar í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri en á Svínafelli í maí þegar stöðin verður komin í fullan rekstur.Nánar ...

04. janúar 2011

Eldri sorpbrennslur

Þrjár eldri sorpbrennslur eru starfandi sem hafa starfsleyfi skv. undanþágu frá reglum (2003) þar sem meðal annars eru sett mörk um díoxín: Á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Svínafelli. Sorpbrennslunni Funa í Skutulsfirði var lokað um áramót. Umhverfisstofnun hefur boðað rekstraraðila þessara starfandi sorpbrennslna á fund miðvikudaginn 5. janúar til þess að ræða stöðuna og framhaldið.Nánar ...

29. desember 2010

Hættuleg efni í flugeldum

Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í Danmörku kom í ljós að hluti þeirra innihaldi þrávirka efnið hexaklórbensen sem hefur um langt skeið verið bannað vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem það hefur á umhverfið og heilsu manna.Nánar ...

28. desember 2010

18 ára aldurstakmark í ljósabekki

Frá og með 1. janúar 2011 verður einstaklingum yngri en 18 ára óheimil notkun ljósabekkja/sólarlampa í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.Nánar ...

23. desember 2010

Tilkynningar til Efnastofnunar Evrópu

Framleiðendur og innflytjendur efna hafa nú aðeins 11 daga til að senda inn tilkynningu til Efnastofnunar Evrópu. Vefur Efnastofnunarinnar verður aðeins opinn 27. til 30. desember og síðan 3. janúar þegar fresturinn rennur út. Hægt verður að fá aðstoð hjá Umhverfisstofnun þessa sömu daga.Nánar ...

22. desember 2010

Öryggi sundstaða aukið

Ný reglugerð um öryggi á sundstöðum tekur gildi um áramótin. Í reglugerðinni eru gerðar ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu en gert var í eldri reglugerð. Þá eru auknar kröfur gerðar um öryggi barna og sérstakar kröfur gerðar til sundlaugavarða, kennara og þjálfara.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira