Fréttir

22. desember 2010

Öryggi sundstaða aukið

News-image for - Ný reglugerð um öryggi á sundstöðum tekur gildi um áramótin. Í reglugerðinni eru gerðar ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu en gert var í eldri reglugerð. Þá eru auknar kröfur gerðar um öryggi barna og sérstakar kröfur gerðar til sundlaugavarða, kennara og þjálfara.Nánar ...

21. desember 2010

Flúor-gas í kæli- og frystibúnaði, loftkælingum og háspenntum rafspennum

News-image for - Umhverfisráðherra gaf nýlega út nýja reglugerð um flúorgös sem aðallega eru notuð sem kælimiðlar á kæli-og frystibúnað og fyrir varmadælukerfi.Nánar ...

17. desember 2010

Sorpbrennsla í Skutulsfirði

Mælingar á kúamjólk á einu lögbýli í Skutulsfirði leiddu í ljós að þrávirk efni voru yfir viðmiðunarmörkum sem hugsanlega má rekja til sorpbrennslustöðvarinnar í Skutulsfirði. Umhverfisstofnun hefur til skoðunar að svipta Funa-sorpbrennslu starfsleyfi og loka starfseminni vegna ófullnægjandi mengunarvarna sem hugsanlega hafa skaðleg áhrif á umhverfið og heilsu manna á svæðinu.Nánar ...

14. desember 2010

Tillaga að nýju starfsleyfi fyrir Þórodd ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfistillögu til handa Þóroddi ehf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði. Lagt er til að rekstraraðila verði heimilt að framleiða allt að 3000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Patreksfirði og í Tálknafirði þannig að framleidd verði allt að 1500 tonn í hvorum firði og auk þess verði heimilað allt að 398 tonna þorskeldi eins og verið hefur. Nánar ...

14. desember 2010

Tilkynningar efna til Efnastofnunar Evrópu

Framleiðendur hættulegra efna og innflytjendur hættulegra efna frá löndum utan EES hafa nú aðeins þrjár vikur til að tilkynna flokkun efnanna til Efnastofnunar Evrópu. Af þeim sökum fara nú fram kynningar á vegum Umhverfisstofnunar þar sem áherslan er lögð á að útskýra tilkynningaferlið.Nánar ...

13. desember 2010

Kynningarfundur - Móttökustöð Hafnarfirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Haldinn verður opinn kynningarfundur um málið þann 14. desember nk., kl. 17, hjá Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24 (5. hæð). Allir velkomnir. Nánar ...

06. desember 2010

Tillaga að friðlýsingu búsvæðis tjarnarklukku

Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsingar á búsvæði tjarnaklukku (Agabus uliginosus) á Hálsum í Djúpavogshreppi í samræmi við náttúruverndaráætlun og aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020. Drög að tillögu til umhverfisráðherra um friðlýsingu svæðisins, alls um 146 ha (1,46 km2) liggja nú fyrir.Nánar ...

03. desember 2010

Ísafoldarprentsmiðja hlýtur Svansvottun

Hið gamalgróna fyrirtæki Ísafoldarprentsmiðja hlaut 15. nóvember síðastliðinn vottun norræna umhverfismerkisins Svansins.Þetta þýðir að búið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi fyrirtækisins svo að þau eru nú undir viðmiðunarkröfum Svansins.Nánar ...

01. desember 2010

Skráningarfrestur liðinn!

Í gær, 30. nóvember, lauk fresti til að skrá efni skv. REACH og tekur þessi fyrsti skráningarfrestur af þremur á hættulegustu efnunum og efnum sem eru framleidd eða flutt inn í 1000 tonnum á ári eða meira. Efnastofnun Evrópu tekur við skráningum og í lok gærdagsins höfðu 24.675 skráningarskýrslu borist fyrir um 4300 efni. Íslensk fyrirtæki eru í hópi skráningaraðila.Nánar ...

01. desember 2010

Drög að úthlutun hreindýraarðs

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2010. Þau hafa verið send út til kynningar í sveitarfélögum. Munu þau liggja frammi á skifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 1.des. til 14. des. 2010 sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira