Fréttir

26. nóvember 2010

Tillaga að starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar

News-image for - Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Haldinn verður opinn kynningarfundur um málið þann 14. desember nk., kl. 17, hjá Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24 (5. hæð).Nánar ...

26. nóvember 2010

Loftgæðamælingar á Hvolsvelli

News-image for - Síðustu vikur hefur færanlegur svifryksmælir Umhverfisstofnunar verið staðsettur á Hvolsvelli og er ætlunin að hafa hann þar áfram a.m.k. í vetur.Nánar ...

25. nóvember 2010

Fiskeldisstöð í Stóru Vatnsleysu

Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfistillögu til handa fiskeldisstöð Íslandsbleikju ehf. í Stóru Vatnsleysu, Vogum, Vatnsleysuströnd. Þar er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 1.600 tonn samanlagt á ári af bleikju, laxi og silungi þar til fullvöxnum fiski er slátrað.Nánar ...

25. nóvember 2010

Fiskeldisstöð á Stað

Umhverfisstofnun hefur unnið starfsleyfistillögu til handa fiskeldisstöð Íslandsbleikju ehf. á Stað Grindavík. Þar er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 1600 tonn á laxi og öðrum eldisfiski til manneldis.Nánar ...

25. nóvember 2010

Svansprent fær Svansvottun

Prentsmiðjan Svansprent hefur hlotið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfssemi Svansprents er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið þann 24. nóvemberNánar ...

24. nóvember 2010

Kynningarfundir um tilkynningaskyldu efna

Umhverfisstofnun áformar að vera með sérstaka kynningu í næstu viku á tilkynningaskyldu efna til Efnastofnunar Evrópu. Nú hafa framleiðendur og innflytjendur efna aðeins sex vikur til stefnu og miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn. Á kynningunni verður farið yfir hvernig beri að tilkynna efni og einnig gefst færi á að ræða þessi mál við sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Endanleg tímasetning og dagskrá verður auglýst í byrjun næstu viku.Nánar ...

23. nóvember 2010

Handbók um efnavörueftirlit

Nú hefur handbók um efnavörueftirlit litið dagsins ljós en hún er afrakstur samstarfsverkefnis Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í mars á þessu ári en það fólst í gerð ofangreindrar handbókar og vefgáttar fyrir gagnaskil fyrir heilbrigðisfulltrúa, sem verið er að leggja lokahönd á. Handbókinni hefur verið dreift til allra heilbrigðiseftirlitssvæða á landinu en einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Umhverfisstofnunar.Nánar ...

23. nóvember 2010

Starfsleyfi: Hringrás Akureyri

Þann 18. nóvember sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. að Ægisnesi 1, Akureyri. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 22. júní - 18. ágúst 2010 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við hana.Nánar ...

18. nóvember 2010

Ástand friðlýstra svæða

Friðlýst svæði á Íslandi eru 102 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er afar misjafnt. Umhverfisstofnun hefur nú umsjón með 62 svæðum ef ekki eru með taldir fólkvangar eða önnur verndarsvæði sem eru í umsjón sveitarfélaga eða lögaðila. Ástæða fyrir friðlýsingu þessara svæða, og þannig verndargildi þeirra, er af ýmsum toga. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta.Nánar ...

18. nóvember 2010

Sigurvegarar í sketsakeppni Svansins

Í haust var efnt til sketsakeppni fyrir framhaldsskólanema. Keppninni er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Tilgangur keppninnar er að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir ungu fólki og um leið vekja það til umhugsunar um umhverfismál almennt. Ungt fólk í framhaldsskólum eru framtíðar neytendur og því er mikilvægt að kynna fyrir þeim þann valmöguleika sem umhverfismerkið Svanurinn býður neytendum upp á þegar kemur að því að velja vöru eða þjónustu sem er betri fyrir umhverfi og heilsu.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira