Fréttir

18. nóvember 2010

Sigurvegarar í sketsakeppni Svansins

News-image for - Í haust var efnt til sketsakeppni fyrir framhaldsskólanema. Keppninni er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Tilgangur keppninnar er að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir ungu fólki og um leið vekja það til umhugsunar um umhverfismál almennt. Ungt fólk í framhaldsskólum eru framtíðar neytendur og því er mikilvægt að kynna fyrir þeim þann valmöguleika sem umhverfismerkið Svanurinn býður neytendum upp á þegar kemur að því að velja vöru eða þjónustu sem er betri fyrir umhverfi og heilsu.Nánar ...

17. nóvember 2010

Fundur um náttúruvernd og ferðaþjónustu

News-image for - Umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið efna til fundar um náttúruvernd og ferðaþjónustu á Grand Hótel, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00. Á fundinum verður fjallað um nýlega úttekt Umhverfisstofnunar á álagi á friðlýstum svæðum vegna ferðamanna, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman.Nánar ...

17. nóvember 2010

Eftirlit lögreglu og Landhelgisgæslu með rjúpnaveiðum

Lögregla og Landhelgisgæslan hafa stundað virkt eftirlit með rjúpnaveiði á þessu veiðitímabili og hefur lögreglan skráð fjórtán meint lögbrot í tengslum við veiðarnar. Flest þeirra tengjast brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum en lögregla hefur einnig haft afskipti af veiðimönnum vegna aksturs utan vega og brota á vopnalögum.Nánar ...

17. nóvember 2010

Birgðastöð Skeljungs hf. á Reyðarfirði

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir birgðastöð Skeljungs hf.á Reyðarfirði. Kröfur í tillögunni eru að mestu að mestu óbreyttar frá fyrra starfsleyfi. Eins og í nýlegri starfsleyfistillögu fyrir Olíudreifingu ehf. er lagt til breytt fyrirkomulag á eftirliti með virkni olíuskilja og skal nú fara yfir virknina hálfsárslega og ef hún er talin í lagi er fráveituvatn mælt á þriggja ára fresti. Áður var kveðið á um að mæla árlega en yfirferðin á hálfsárs fresti er ný krafa.Nánar ...

10. nóvember 2010

Nýtt starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál sf.

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál sf. þar sem rekstraraðila er heimilt að framleiða allt að 360.000 tonn af áli á ári í kerskálum álversins, auk tiltekinnar tengdrar starfsemi. Umsóknin er upphaflega til komin vegna þess að framleiðsla eykst umfram áætlanir hjá rekstraraðila með straumhækkun og hagræðingu án þess þó að nein ný mannvirki verði reist vegna þess.Nánar ...

29. október 2010

Fyrsti dagur rjúpnaveiða

Í dag er fyrsti dagur rjúpnaveiðitímabilsins 2010. Tímabilið í ár er frá og með föstudeginum 29.október til og með sunnudagsins 5.desember. Veiðar eru eingöngu heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu. Umhverfisstofnun hvetur til hófsamra veiða.Nánar ...

28. október 2010

Tillaga að starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. á Reyðarfirði

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir birgðastöð Olíudreifingar ehf. á Reyðarfirði. Kröfur í tillögunni eru að mestu óbreyttar frá fyrra starfsleyfi. Þó má nefna að fyrirkomulagi er breytt á eftirliti með virkni olíuskilja. Í stað þess að mæla árlega olíu í fráveitu er reglan nú sú að fara skal yfir virknina hálfsárslega og ef hún er talin í lagi sé mælt á þriggja ára fresti. Með þessu er talið að eftirlit haldist gott en kostnaður lækki.Nánar ...

27. október 2010

Upphaf rjúpnaveiða

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á föstudaginn 29. október og stendur til sunnudagsins 5. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu.Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum.Nánar ...

11. október 2010

Þjóðarátak í rafbílavæðingu

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að taka þátt í þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands. Samningur var undirritaður milli Umhverfisstofnunar og EVEN sem felur í sér staðfestingu á því að stofnunin tekur þátt í uppbyggingu hleðslukerfis fyrir bíla.Nánar ...

08. október 2010

Bleiki dagurinn

Í dag er bleiki dagurinn og eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Starfsfólk Umhverfisstofnunar mætti í bleiku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira