23. febrúar 2011

Gámaþjónustan Berghellu

Sorphrúga - myndin tengist ekki efni fréttarinnar


Sorphrúga - myndin tengist ekki efni fréttarinnar

Þann 18. febrúar sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 26. nóvember 2010 - 21. janúar 2011 og barst Umhverfisstofnun ein athugasemd við hana. Fjallað er um afstöðu Umhverfisstofnunar til athugasemdarinnar í greinargerð sem finna má hér að neðan. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Gámaþjónustunni heimilt að taka á móti allt að 100 þúsund tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, böggunar, pökkunar, geymslu og endurnýtingar, og gildir leyfið til næstu sextán ára.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira