03. apríl 2013

Starfsleyfistillaga fyrir fiskeldi Haukamýri

Fiskeldi

Höfundur: Sigurður Ingason
Fiskeldi
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri ehf. í Haukamýragili, Norðurþingi. Sótt er um aukið fiskeldi á staðnum og gerir tillagan ráð fyrir starfsleyfi til að framleiða samanlagt allt að 450 tonn árlega af bleikju til manneldis og laxaseiðum til flutnings í aðrar stöðvar. Leyfið á að gilda til fiskeldis en ekki til slátrunar. 

Til að taka á frárennslismálum á staðnum lagði rekstraraðili fram áætlun sem Umhverfisstofnun samþykkir með smávægilegum breytingum að leggja fram í starfsleyfistillögunni. 

Ekki er áformað að boða til almenns kynningarfundar (borgarafundar) um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað. Í meðfylgjandi greinargerð er ítarlega gerð grein fyrir málsmeðferð Umhverfisstofnunar við vinnslu málsins. 

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Norðurþings, Húsavík, á tímabilinu 3. apríl til 29. maí 2013. Tillöguna má einnig nálgast hér fyrir neðan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 29. maí 2013.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira