14. maí 2014

Starfsleyfistillögur fyrir fiskimjölsverksmiðjur

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar

Höfundur: Gísli Jónsson
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar
Umhverfisstofnun hefur móttekið umsóknir fjögurra fiskimjölsverksmiðja. Þær eru: 
  • Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Hafnargötu 2 í Vestmannaeyjum. 
  • Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði fyrir fiskimjölsverkmiðju fyrirtækisins við Skólaveg 59 á Fáskrúðsfirði. 
  • Ísfélag Vestmannaeyja hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Strandvegi 28 í Vestmannaeyjum. 
  • Síldarvinnslan hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Strandarvegi 1-11 á Seyðisfirði. 

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að starfsleyfum fyrir fyrirtækin. Tillögurnar ásamt fylgigögnum eru aðgengilegar hér á vef Umhverfisstofnunar í 8 vikur, frá 14. maí til 9. júlí 2014. Gögnin munu einnig liggja frammi á viðkomandi bæjarskrifstofum frá 19. maí nk. Ekki er áformað að boða til almennra kynningarfunda (borgarafunda) um tillögurnar á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 9. júlí 2014.

Tengd gögn

Vinnslustöðin

Loðnuvinnslan

Ísfélag Vestmannaeyja hf.

Síldarvinnslan hf.


Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira