16. maí 2014

Starfsleyfi fyrir Náttúru fiskirækt ehf.


Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Náttúru fiskirækt ehf. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir fiskeldið á tímabilinu 12. desember 2013 til 6. febrúar 2014. 

Athugasemdir sem bárust við tillöguna á auglýsingatíma voru frá þremur aðilum og voru minniháttar. Breytingar á starfsleyfinu frá auglýstri tillögu voru því ekki miklar. Nánari upplýsingar um meðferð athugasemda eru í greinargerð sem fylgir fréttinni. 

Nýja starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2029.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira