10. september 2014

Gríðarháir mengunartoppar á Reyðarfirði


Hár styrkur SO2 mældist á Reyðarfirði klukkan 14 í dag. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3 (sjá mynd neðar). Til samanburðar mældust hæstu toppar um nýliðna helgi 600µg/m3 og voru þá hæstu toppar sem mælst hafa frá upphafi mælinga árið 1970. Það mesta virðist nú gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið. Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Slökkva á loftræstingu þar sem það á við. Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.

Reyðfirðingur sem hafði samband við Umhverfisstofnun lýsti þessu á þann veg að mengunin hafi komið eins og ský yfir staðinn og upplifunin hafi verið eins og að „standa beint fyrir aftan vörubíl og anda að sér útblæstrinum úr púströrinu." Maðurinn fann fyrir miklum sviða í hálsi og augum og fékk einnig einkenni í höfði.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira