17. desember 2014

Tillaga að nýju starfsleyfi fyrir Primex ehf.


Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Primex ehf. en núverandi starfsleyfi rennur út á næsta ári. Við gerð starfsleyfisins voru helstu umhverfisþættir hennar skoðaðir, sem eru að mati Umhverfisstofnunar fráveita og hætta á lyktarmengun. Þá var skoðað hvaða þörf gæti verið á umhverfisvöktun vegna hennar og í tillögunni er lagt til að rekstraraðili geri eina ítarlega botnrannsókn rétt við útrásarop fráveitunnar á næsta ári en Umhverfisstofnun skal meta þörf á frekari rannsóknum í framhaldi af rannsókninni. 

Sérstök greinargerð hefur verið skrifuð sem lýsir ítarlega þeim álitamálum skoðuð voru við gerð tillögunnar og fylgir hún með þessari frétt. Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Fjallabyggðar á Siglufirði á tímabilinu 17. desember til 11. febrúar 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 11. febrúar 2015. 

Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað.

Tengd gögn

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira