08. apríl 2016

Háafell ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu


Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Háafell ehf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski á ári við innanvert Ísafjarðardjúp í Súðavíkurhreppi.

Tillagan, ásamt fylgiskjölum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu stjórnsýsluhúss Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík á tímabilinu 8.apríl – 3.júní 2016.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3.júní 2016. Á vef Umhverfisstofnunar má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar.

Tengd skjöl

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira