05. júlí 2017

Laxar fiskeldi ehf - Starfsleyfistillaga í auglýsingu


Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Laxar fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 500 tonnum á ári af laxaseiðum í fiskeldisstöð að Laxabraut 9, Þorlákshöfn.

Tillagan, ásamt fylgiskjölum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu afgreiðslu ráðhúss sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn á tímabilinu 5.júlí 2017 – 31.ágúst 2017. Meðfylgjandi er auglýst tillaga Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynning til Skipulagsstofnunar og matsskýrsla. Þá fylgir einnig sérstök greinargerð um málið. Starfsleyfistillagan hefur áður verið auglýst en auglýsingin er endurtekin. Athugasemdir sem bárust á fyrri auglýsingatíma eru hluti af starfsleyfismálinu.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31.ágúst 2017. Á vef Umhverfisstofnunar má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynningu til Skipulagsstofnunar og matsskylduákvörðun hennar.

Tengd skjöl

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira