08. september 2017

Spurt um lyktarmengun á Húsavík


Nokkrir tugir gesta sóttu kynningarfund Umhverfisstofnunar á Húsavík í gær, þar sem kynnt var tillaga að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC á Bakka. Engar athugasemdir hafa enn borist. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 15. þessa mánaðar.

Fundargestir spurðu spurninga að lokinni framsögu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Flestar spurningarnar sneru að hugsanlegri lyktarmengun í ljósi vandkvæðanna frá Helguvík. Fulltrúar frá PCC flutti einnig erindi og sátu fyrir svörum.

Fram kom á fundinum að lyktarmengun vegna kísilvera í Noregi hefur ekki verið vandamál samkvæmt upplýsingum frá norsku umhverfisstofnuninni. Er því að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur sviðstjóra hjá Umhverfisstofnun óvarlegt að draga víðtækar ályktanir um lyktarmengun frá kísilverum almennt út frá starfsemi Sameinaðs Silikons hf.

Í svörum Umhverfisstofnunar á Húsavíkurfundinum kom fram að ákvæði sem hamla gegn lyktarmengun verða skilyrði í starfsleyfinu. Verksmiðja PCC stendur um 1.600 metra frá nyrstu húsum Húsavíkur.

Áformað er að uppkeyrsla ljósbogaofns kísilversins hefjist um miðjan desember næstkomandi.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira