11. september 2017

Stöðuskýrsla um frárennslismál


Umhverfisstofnun hefur unnið samantekt um stöðu fráveitumála á Íslandi árið 2014 sem byggir á stöðuskýrslum heilbrigðisnefnda.  Í skýrslunni kemur fram að þótt öll þéttbýlissvæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005 sé mikill misbrestur þar á. Vegna skorts á mælingum sé ekki hægt að fullyrða að farið sé að kröfum.

Umhverfisstofnun setur fram ýmsar tillögur til úrbóta í stöðuskýrslunni.  Skýra þurfi ábyrgðarskiptingu milli aðila og hvernig þvingunarúrræðum verði beitt gagnvart þeim eigendum fráveitna sem ekki uppfylla lagalegar skyldur.

Í úrbótatillögum er einnig bent á að við gerð vatnaáætlunar verði gerð heildstæð, tímasett og fjármögnuð aðgerðaráætlun sem hafi það m.a. að markmiði að koma hreinsun frárennslis í gott horf. Jafnframt verði lögð áhersla á að bæta gæði gagna frá því sem nú er.

Umhverfisstofnun mun nú leita eftir áliti umsagnaraðila varðandi úrbætur og kalla eftir tillögum sveitastjórna þar um. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að allir sem að frárennslismálum koma taki höndum saman til úrbóta, enda vatn ein mikilvægasta auðlind Íslands, sem ber að hlúa að og vernda.

Sjá skýrsluna hér.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira