12. október 2017

Starfsleyfi fyrir Advanced Marine Services Limited

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Advanced Marine Services Limited vegna framkvæmdar við skipsflakið Minden, sem var þýskt gufuknúið fraktskip, sem sökk 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Um er að ræða leit að verðmætum í skipsflakinu. Starfsleyfið er veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Starfsleyfinu fylgir greinargerð

Helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu voru send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór fram, sjá nánar í greinargerð. Opinber auglýsing starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 14. ágúst til og með 15. september sl. Hægt var að gera athugasemdir við tilllöguna á sama tímabili. Sjá nánar hér: https://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2017/08/15/Auglysing-starfsleyfistillogu.

Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira