09. ágúst 2018

Reglur þurfi til varnar fjöldaumferð á viðkvæmum svæðum


Borið hefur á að farþegar á erlendum skemmtiferðaskipum fari jafnvel í hundraðatali inn í friðland Hornstranda. Sú var raunin í gær og kom Kristín Ósk Jónasdóttir landvörður og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun þeim tilmælum á framfæri í kvöldfréttum Sjónvarps í gær að settar verði reglur sem geri kleift að stýra umferð um viðkvæm svæði.

Unnið er að stjórnar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum, þar sem gert verður ráð fyrir stærðartakmörkun skipa sem taka land í friðlandinu. Þar til slíkar reglur taka gildi er skipium heimilt að setja fólk í land að lokinni tollskoðun á Ísafirði. „Ég hef áhyggjur af því að á meðan við höfum ekki tæki til að stoppa þetta þá séu fleiri skip á kantinum sem vilja gera þetta líka,“ sagði Kristín Ósk í kvöldfréttum Sjónvarps á Rúv í gærkvöld.

Sjá alla fréttina hér.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira