Grænn lífsstíll

Öllum okkar daglegu athöfnum fylgir einhver neikvæð umhverfisáhrif; þegar við kaupum í matinn, ferðumst í vinnuna, klæðum okkur, kaupum húsbúnað og förum út að borða, allt hefur þetta áhrif. Að taka tillit til náttúrunnar við okkar daglegu þarfir, þarf ekki að þýða að draga þurfi úr lífsgæðum.

Við allar okkar athafnir verður losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar gróðurhúsalofttegundir valda síðan hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum sem hafa ýmis neikvæð áhrif á jörðina okkar eins og súrnun sjávar, öfgafyllra veðurfar og yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla. Það er mjög margt sem við getum gert sem getur hjálpað til við að draga úr losun en stærstu áhrifavaldarnir í lífi Íslendinga er, í flestum tilfellum, samgöngumátinn og ferðalög.

Þeir þættir sem eru ábyrgir fyrir stærstum hluta losunarinnar í lífi okkar eru eftirfarandi. Innan þeirra getur þú leitað leiða til að draga úr þinni losun.

 

 

 

 

 

10 góð ráð fyrir grænan lífsstíl


  1. Dragðu úr neyslu, ekki kaupa ný tæki, föt, húsgögn og hluti nema að athuga fyrst hvort þú getir endurnotað eitthvað, látið gera við eða fengið lánað
  2. Notaðu visthæfar samgöngur; hjóla, ganga eða taka strætó og fljúgðu sem minnst.
  3. Flokkaðu allan úrgang og skilaðu til endurvinnslu
  4. Dragðu úr matarsóun, borðaðu staðbundið og lífrænt vottað
  5. Dragðu úr orkunotkun, mundu að slökkva rafmagnstækjum og ljósum sem ekki eru í notkun
  6. Verslaðu umbúðalaust, taktu box með í búðina, afþakkaðu umbúðir, notaðu margnota hluti í stað einnota
  7. Dragðu úr óþarfa efnanotkun og veldu umhverfisvottuð efni
  8. Ef þú þarft að kaupa eitthvað veldu umhverfisvottað
  9. Kolefnisjafnaðu eldsneytisnotkun þína fyrir bíl og flug
  10. Sýndu nægjusemi, slakaðu á og njóttu lífsins :)

 

HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1