Öllum okkar daglegu athöfnum fylgir einhver neikvæð umhverfisáhrif; þegar við kaupum í matinn, ferðumst í vinnuna, klæðum okkur, kaupum húsbúnað og förum út að borða, allt hefur þetta áhrif. Að taka tillit til náttúrunnar við okkar daglegu þarfir, þarf ekki að þýða að draga þurfi úr lífsgæðum.
Við allar okkar athafnir verður losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar gróðurhúsalofttegundir valda síðan hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum sem hafa ýmis neikvæð áhrif á jörðina okkar eins og súrnun sjávar, öfgafyllra veðurfar og yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla. Það er mjög margt sem við getum gert sem getur hjálpað til við að draga úr losun en stærstu áhrifavaldarnir í lífi Íslendinga er, í flestum tilfellum, samgöngumátinn og ferðalög.
Þeir þættir sem eru ábyrgir fyrir stærstum hluta losunarinnar í lífi okkar eru eftirfarandi. Innan þeirra getur þú leitað leiða til að draga úr þinni losun.