Sæfivörur

Sæfivörur er samheiti yfir vörur sem með efnum vernda fólk, dýr, vatn, yfirborð efni og vörur fyrir skaðvöldum t.d. meindýrum, bakteríum, sveppum eða öðrum óæskilegum lífverum.

Sæfivörur eru t.d. notaðar til að:

  • lengja líftíma vöru
  • koma í veg fyrir vonda lykt
  • koma í veg fyrir rotnun
  • takmarka útbreiðslu baktería.

Ef varan þín hefur einhvern af þessum eða sambærilega eiginleika er líklegt að hún flokkist sem sæfivara.

Almennt má segja um sæfivöru að hún drepur, fælir eða laðar að sér lifandi meinvalda eins og þörunga, sveppi eða meindýr vegna þess að í henni eru tiltekin efni sem hafa þessi áhrif. Sæfivörur eru notaðar til ýmissa daglegra starfa, bæði á heimilum og í atvinnulífinu. Sæfivörur eru mikið notaðar bæði í iðnaði og þjónustu.  Sumar sæfivörur eru nauðsynlegar til að verjast lífverum sem eru skaðlegar heilsu eða valda skemmdum þetta á t.d. við um rottueitur, á meðan aðrar eru ekki nauðsynlegar í daglegu lífi.

Þú getur séð hvort vara er sæfivara með því að skoða hvort eftirfarandi hugtök séu á vörunum:

  • bakteríudrepandi (antibacterial)
  • bakteríuhemjandi (bacteriostatic)
  • myglueyðandi (anti-mould)
  • mygluhemjandi (mould-repellent)
  • lyktarlaus (odourless)
  • vinnur gegn ólykt (anti-odour)

Fáðu upplýsingar í búðinni um hvaða efni varan inniheldur þannig að þú getir tekið upplýsta ákvörðun um að kaupa vörur sem innihalda virk efni. Ef varan er merkt með hættumerki er mikilvægt að lesa upplýsingarnar á vörunni. Efni í sæfivörum geta valdið ofnæmi og verið skaðleg heilsu fólks og umhverfi. Það er því góð hugmynd að íhuga hvort þú getur leyst vandamálið á annan hátt án þess að nota vöru með sæfandi efnum. Sem neytandi, ættir þú að vera meðvitaður um að vörur sem innihalda sæfandi virk efni eru til þess gerðar að berjast gegn lífverum og ætti ekki að nota nema það sé nauðsynlegt.

Veldu vörur sem eru merktar eru með Svaninum eða Evrópublóminu þegar það er hægt.

Ef þú vilt lesa meira um sæfivörur, smelltu þá hér

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira