Mengun frá skipum

Auk beinna óhappa mengast sjór af losun efna við rekstur skipa eins og t.d. hreinsun tanka, losun kjölfestu og dælingu úr austri. Mengunarefni frá skipum eru mjög breytileg að magni og mismunandi hversu hættuleg þau eru fyrir lífríki hafsins. Að magni til og útliti er það hráolía og efni unnin úr henni sem valda mestum áhrifum. Hættuleg efni sem flutt eru á sjó eru þó mörg hver mun skaðlegri umhverfinu en olían. Sum hafa uppsöfnunaráhrif langt umfram þau hættumörk sem sett eru fyrir heilsu manna, meðan önnur menga fisk og gera hann óhæfan til neyslu.

Alþjóðasiglingastofnunin (IMO) er ein af alþjóðastofnunum Sameinuðu þjóðanna og var stofnuð árið 1958. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að vinna að verndun hafsins, hafa eftirlit með mengun sjávar frá skipum, og fylgjast með öryggi og hagkvæmni í siglingum. Stofnunin sér m.a. um framkvæmd á þeim alþjóðasamningum er varða varnir gegn mengun hafsins. Þar má t.d. nefna samninginn um varnir gegn mengun sjávar frá skipum (MARPOL). Hann er einn mikilvægasti samningurinn sem gerður hefur verið varðandi varnir gegn mengun sjávar.

Á hverju ári verður olíuóhapp af völdum olíuflutningaskipa. Flest óhöppin valda minniháttar olíumengun. Stór olíuslys eru sjaldgæf en geta valdið miklum umhverfisspjöllum, þar sem þau verða yfirleitt við hafnir og strandir. Slík slys eru oft mjög áberandi í augum almennings. Þau skýra aftur á móti aðeins lítinn hluta af þeirri olíu sem fer í hafið á ári hverju.

Lög og reglugerðir er varða verndun hafs og stranda.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira