Aðkoma almennings

Þátttaka félagasamtaka og annarra hópa fólks í stjórn vatnamála, vatnasvæðisnefnd

Hagsmunaaðilar, s.s. fulltrúar frjálsra félagasamtaka og annarra hópa, hafa möguleika á að sitja fundi í vatnasvæðisnefnd. Sá vettvangur veitir þeim tækifæri til að fá upplýsingar frá stjórnvöldum á einum stað og einnig til að hafa áhrif í stjórn vatnamála í sínu nærumhverfi sem það bæði þekkir vel og nýtir, s.s. komið með ábendingar um mengun vatns, haft áhrif á setningu umhverfismarkmiða og ákvarðanir um aðgerðir til að bæta eða viðhalda ástandi vatns.

Þátttaka hagsmunaaðila og almennings innan vatnasvæðisins er mikilvæg því að hann hefur gjarnan góða þekkingu á málum er tengjast vatnaumhverfi, þekkja sögu t.d. um nýtingu vatns fyrr og nú og geta miðlað upplýsingum sem nýst geta við gerð aðgerðaáætlunar fyrir vatnasvæðið. Einnig er vilja og sjónarmiðum íbúanna á svæðinu komið á framfæri sem ætti að geta hjálpað við forgangsröðun aðgerða. Hagsmunaaðilar og almenningur getur einnig sent inn athugasemdir og ábendingar þegar vatnaáætlun verður kynnt opinberlega.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira