Ráð og nefndir

Ráðgjafanefndir

Tvær ráðgjafanefnir starfa á landsvísu, annars vegar ráðgjafanefnd hagsmunaaðila og hins vega ráðgjafanefnd fagstofnana og eftirlitsaðila og voru þær skipaðar af umhverfisráðherra í júní 2012. Samkvæmt reglugerð um stjórn vatnamála er hlutverk ráðgjafarnefnda að vera Umhverfisstofnun og Vatnaráði til ráðgjafar um atriði samkvæmt lögum um stjórn vatnamála.

Í ráðgjafarnefnd fagstofnana og eftirlitsaðila sitja m.a. fulltrúar frá Orkustofnun, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun, Veiðimálastofnun, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnuninni, Siglingastofnun Íslands, Landgræðslu ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn, Matvælastofnun, Mannvirkjastofnun, Landmælingum Íslands, Skógrækt ríkisins, Vegagerðinni, Landbúnaðarháskóla Íslands, Íslenskum orkurannsóknum, náttúrustofum og heilbrigðisnefndum sveitarfélaga.

Fyrirlestrar

Vatnasvæðanefndir

Ein vatnasvæðanefnd starfar á hverju vatnasvæði og voru þær skipaðar í byrjun árs 2012 af Umhverfisstofnun. Samkvæmt reglugerð um stjórn vatnamála er hlutverk vatnasvæðanefnda að samræma vinnu við gerð vatnaáætlunar, aðgerðaáætlunar, vöktunaráætlunar og stöðuskýrslu á viðkomandi vatnasvæði og afla þar upplýsinga vegna gerðar stöðuskýrslu, vöktunaráætlunar, aðgerðaáætlunar og vatnaáætlunar fyrir viðkomandi vatnasvæði. Vatnasvæðanefnd skal vera rannsóknastofnunum til ráðgjafar vegna verkefna sem þeim eru falin í samningum við Umhverfisstofnun um málefni sem snerta viðkomandi vatnasvæði.

Í vatnasvæðanefndum eiga sæti fulltrúar sveitarfélaga, heilbrigðisnefnda, náttúruverndar- og/eða umhverfisverndarnefnda, ráðgjafanefnda hagsmunaaðila og fagstofnana og eftirlitsaðila. Fulltrúar ráðgjafanefndanna komu inn í vatnasvæðanefndirnar haustið 2012. Umhverfisstofnun hefur umsjón með vatnasvæðisnefndum.

Fundargerðir

Vatnasvæði 1

Vatnasvæði 2

Vatnasvæði 3

Vatnasvæði 4

Vatnaráð var skipað af umhverfisráðherra til fimm ára í senn frá miðju ári 2011 og er hlutverk þess skv. reglugerð um stjórn vatnamála að vera ráðherra til ráðgjafar um stjórn vatnamála. Þá skal Vatnaráð hafa umsjón með gerð tillögu að vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun og gerir tillögu til ráðherra um staðfestingu þeirra, veita umsögn um reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um stjórn vatnamála, fylgjast með og skilar skýrslu til ráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvernig markmiðum laga um stjórn vatnamála er náð og metur þann kostnað sem af framkvæmd laganna hlýst.

Listi yfir fulltrúa vatnaráðs

Nafn fulltrúa

Póstfang

Stefán Einarsson (formaður)

stefan.einarsson@uar.is

Brynhildur Benediktsdóttir

brynhildur.benediktsdottir@anr.is

Þórður Reynisson

thordur.reynisson@anr.is

Helga Hreinsdóttir

haust@haust.is

Þorsteinn Narfason

thn@mos.is

Haustið 2008 setti Umhverfisstofnun af stað stýrihóp til að samræma starf þeirra stofnana sem hafa hlutverki að gegna við undirbúning framkvæmdar hinna nýju laga um stjórn vatnamála. Formaður stýrihópsins er forstjóri Umhverfisstofnunar en aðrir í hópnum eru forstjórar þeirra fjögurra ríkisstofnana sem hafa mestra hagsmuna að gæta vegna laganna, þ.e. Veðurstofu Íslands, Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Orkustofnunar.

Stýrihópurinn hafði það hlutverk að samræma vinnu þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málefnum er varða vatn og að sjá um að þau verkefni sem vatnatilskipunin kallar á séu framkvæmd. Alls störfuðu 32 menn í 5 vinnuhópum frá 14 stofnunum og eftirlitsaðilum við öflun gagna og upplýsinga um vatn og vatnavistfræði og hvar þau væru helst að finna áður en lögin um stjórn vatnamála voru sett og liggja nú þessar upplýsingar fyrir hjá viðkomandi stofnunum. Vinnuhóparnir voru lagðir niður í árslok 2010 en stýrihópurinn starfar áfram. Stýrihópurinn hefur ekkert hlutverk samkvæmt lögum um stjórn vatnamála en hann mun í framtíðinni vera vettvangur fyrir óformlegt samstarf þeirra stofnana sem koma að innleiðingu þessarar nýju löggjafar.

Ráðgjafahópur forstjóra fimm lykilstofnana

  • Umhverfisstofnun – Kristín Linda Árnadóttir
  • Veiðimálastofnun – Sigurður Guðjónsson
  • Veðurstofa Íslands/Vatnamælingar – Árni Snorrason/Jórunn Harðardóttir
  • Orkustofnun – Guðni A. Jóhannesson
  • Hafrannsóknastofnun – Jóhann Sigurjónsson
  • Verkefnisstjóri – Heiðrún Guðmundsdóttir
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira