Þorsk- og síldarstofnar

bátar á leið úr höfn

Þorsk og síldarstofnar í Norðaustur-Atlantshafi

Á norðlægum slóðum eru meginhöfin Grænlandshaf, Norður-Íshaf, Noregshaf, Norðursjórinn og Eystrasaltið. Seltustig Eystrasaltsins er lægra en Atlantshafsins. Mörk Atlantshafsins og Eystrasaltsins eru dönsku sundin. Í Atlantshafinu eiga heimkynni u.þ.b. 200 tegundir sjávarfiska og í Eystrasaltinu lifa u.þ.b. 100 fisktegundir sem hafa aðlagað sig lægra seltustigi Eystrasaltsins.

Á meðan veitt var með hefðbundnum aðferðum voru fiskistofnar í norðlægum höfum stórir og sjálfbærir. Með skilvirkari og sérhæfðari veiðiaðferðum 19. aldar jukust atvinnuveiðar. Á miðri 20. öld hrundu margir fiskistofnar vegna ofveiði og er norska vorgotssíldin dæmi um stofn sem hrundi á þeim tíma.

Markmið sameiginlegrar fiskveiðistefnu ríkjanna á þessu svæði er að þróa líffræðilega og efnahagslega sjálfbærar fiskveiðar um leið og neytendum eru tryggðar heilnæmar sjávarafurðir. Áður stjórnuðust veiðar af stærð stofna, en nú er þeim stjórnað með veiðiheimildum og tímabundnum veiðibönnum á tilteknum svæðum. Oft eru þó úthlutað aflamark hærra en tilmæli vísindamanna og veiðar oft langt fram yfir tilmæli þeirra.

Þorsk og síldarstofnar í Eystrarsaltinu

Í Eystrasaltinu lifa u.þ.b. 100 fisktegundir. Það eru bæði sjávartegundir sem hafa aðlagað sig lágu seltustigi Eystrasaltsins og ferskvatnstegundir sem hafa aðlagað sig seltu sjávar. Efnahagslega mikilvægustu tegundirnar eru þorskur (Gadus morhua), Eystrasaltssíld (Clupea harengus v. membras) og brislingur (Sprattus sprattus). Milli þessara tegunda eru náin tengsl; þorskurinn lifir m.a. á síld og brislingi, Eystrasaltssíldin og brislingurinn éta aftur á móti þorskhrogn og –seiði. Ástand einnar stofntegundar hefur því bein áhrif á ástand hinna tegundanna. Vegna þess að nú hafa þorskstofnarnir lengi verið litlir hefur samspil tegundanna raskast og Eystrasaltssíldar- og brislingsstofnarnir stækkað.

Upplýsingablað um stofna í Norðaustur Atlantshafi

 

 

 

 

Upplýsingablað um stofna í Eystrasaltinu

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira