Hvað get ég gert?

Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf ekki að þýða að draga þurfi úr lífsgæðum, en við þurfum að gera eitt og annað aðeins öðruvísi en hingað til. Framtíðin verður að innihalda nýja matseðla, orkusparnað í heimilishaldinu, breyttan ferðamáta, orkunýtnari ökutæki og minni losun gróðurhúsalofttegunda á ferðalögum. Tækninýjungar og -umbætur hjálpa okkur áleiðis að markmiðunum en það þarf meira til. Breyttir lífshættir og neysluvenjur geta bætt lífsgæði okkar allra til framtíðar. Höfum í huga að enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!

Hér er að finna upplýsingar um hvernig þú getur lagt þitt af mörkum til að draga úr loftslagsáhrifum. Stundum er betra en aldrei!

 • Af hverjuHnattræn hlýnun af mannavöldum ræðst að miklu leyti af útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Því þarf að taka höndum saman um að draga úr losuninni.
  Nánar
 • HeimaDrögum úr óþarfa neyslu, endurnýtum og endurvinnum!
  Nánar
 • Á ferðinniÁstundum skynsamar ferðavenjur svo sem virkar samgöngur, almenningssamgöngur eða vistvæn ökutæki.
  Nánar
 • HeilræðiÝmis heilræði um akstur, úrgang og kolefnislosun.
  Nánar
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira