Heilræði

Myndin sýnir umferðagötu þar sem mikið er um svifryksmengunEin ferð frá Reykjavík til Akureyrar á bensínknúnum jeppa losar yfir 150 kíló af CO2 en til samanburðar losar smábíll um 45 kíló. Áttu bíl? Athugaðu hversu mikið bíllinn þinn losar á þessari leið. Um leið geturðu séð hvað ferðin kostar. Vanstillt vél getur notað allt að 50% meira eldsneyti og mengað í samræmi við það. Óhrein eða stífluð loftsía í bíl getur aukið eyðslu um allt að 10%. 

Höfum réttan og jafnan loftþrýsting í dekkjum til að spara eldsneytiseyðslu og auka endingu dekkjanna. Lítill eykur viðnám ökutækis og þar með eldsneytiseyðsluna og ef loftþrýstingur er ójafn í dekkjum getur ending dekkja minnkað um allt að 10%. Mikilvægt að kanna þetta mánaðarlega. 

Léttið bílinn því óþarfa farangur eða þyngd eykur eldsneytisnotkun. Það gildir sama um bifreiðar og okkur mannfólkið, aukin byrði veldur meiri áreynslu. Því er gott að losa farþega- og farangursrýmið við óþarfa dót. 50 kíló geta aukið eldsneytiseyðsluna um 2%. Það er líka góð hugmynd að fjarlægja hluti eins og aukafarangursgeymslu á toppnum og toppgrindur sem ekki eru í notkun. 

Minni loftmótstaða. Það er engin tilviljun að kappakstursbílar eru hannaðir eins og þeir eru. Því minni loftmótstaða því minni eyðsla. Toppgrindur og aukafarangursgeymsla á toppnum auka loftmótstöðu, því er mikilvægt að fjarlæga slíkt eftir notkun. Tóm farangurgeymsla skilar engu nema auknum rekstrarkostnaði. 

Við rotnun úrgangsins á urðunarstöðum myndast hauggas sem í eru gróðurhúsalofttegundir. Magn gróðurhúsalofttegunda sem myndast ræðst m.a. af magni úrgangsins og hlutfalli lífrænna efna. Því minna sem þú hendir þeim mun minna losnar af gróðurhúsalofttegundum. Temjum okkur nægjusemi og nýtni og drögum þannig úr úrgangi. 

Á urðunarstaðnum í Álfsnesi er hauggasi safnað og það hreinsað (upgraded) í metangas sem er nýtt sem eldsneyti á bifreiðar. Með því að aka um á metanbifreið má því nýta hauggasið sem annars væri losað út í andrúmsloftið. Ertu að hugsa um að fá þér metanbíll? Berðu saman CO2 losun bensín- og metanbifreiða.

Reiknaðu kolefnisspor þín.

Annar fróðleikur:

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira