28.12.2012 13:18

Greining á flúor í sláturfé

Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði


Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði

Umhverfisstofnun hafa borist niðurstöður á greiningum á flúor í sláturfé úr Reyðarfirði, ásamt og niðurstöðum dýralækna á grasbítum á svæðinu.

Niðurstöður sýna háan styrk flúors bæði í lömbum og í fullorðnu fé. Dýralæknir sá þó ekki breytingar í tönnum eða kjálkabeinum sem bentu til flúoreitrunar og er það sama niðurstaða og dýralæknir komst að við skoðun á grasbítum á svæðinu.

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir áliti Matvælastofnunar á þessum niðurstöðum, ásamt og greiningum á styrk flúors í grasi, heyi, korni og grænmeti sem áður hefur verið birt.

Umhverfisstofnun hefur til meðferðar greinargerð Fjarðaáls frá 14. nóvember og hefur óskað eftir viðbótargögnum vegna hennar.

Tengt efni

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira