Síldarvinnslan, Neskaupstað

Starfsleyfi þetta gildir fyrir fiskmjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar h.f., Hafnarbraut 6, 740 Neskaupsstaður, kennitala 570269-7479.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 19.3.2031.

Eftirlitsskýrslur

Vöktun og mælingar

Grænt bókhald

Útstreymisbókhald

Fréttir

Starfsleyfi veitt fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað

20. mars 2015

Umhverfisstofnun hefur veitt Síldarvinnslunni hf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskimjölsverksmiðju við Naustahvamm 67-69 á Neskaupsstað. Nýja leyfið veitir heimild til að framleiða úr allt að 1400 tonnum af hráefni á sólarhring, en er það aukning frá eldra starfsleyfi verksmiðjunnar sem er nú fallið úr gildi, en gilti það leyfi fyrir allt að 1100 tonnum af hráefni á sólarhring.
Meira...

Starfsleyfistillaga fyrir Síldarvinnsluna Neskaupsstað

16. des. 2014

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Síldarvinnslunnar hf. að endurnýjun starfsleyfis fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Neskaupsstað. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1400 tonnum af hráefni á sólarhring.
Meira...

Starfsleyfi veitt fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnará Seyðisfirði

07. nóv. 2014

Umhverfisstofnun hefur veitt Síldarvinnslunni hf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskimjölsverksmiðju við Strandarveg 1-11 á Seyðisfirði. Nýja leyfið veitir heimild til að framleiða úr allt að 1400 tonnum af hráefni á sólarhring, líkt og eldra starfsleyfi verksmiðjunnar sem er nú fallið úr gildi.
Meira...

Starfsleyfistillögur fyrir fiskimjölsverksmiðjur

14. maí 2014

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að starfsleyfum fyrir nokkrar fiskimjölsverksmiðjur. Tillögur hafa verið gerðar fyrir Vinnslustöðina, Loðnuvinnsluna, Ísfélags Vestmannaeyja hf og Síldarvinnsluna hf.
Meira...

Nýtt starfsleyfi - Síldarvinnlan Helguvík

26. feb. 2014

Umhverfisstofnun hefur gefið út endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík, Reykjanesbæ. Starfsleyfið veitir rekstraraðila heimild til að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski, afskurði og öðrum fiskúrgangi í verksmiðjunni.
Meira...

Starfsleyfistillaga Síldarvinnslunnar

03. júní 2013

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Síldarvinnslunnar hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, Reykjanesbæ. Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira