PCC BakkiSilicon

Starfsleyfi þetta gildir fyrir PCC BakkiSilicon hf., kt. 450612-0140, fyrir rekstur kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til  8. nóvember 2033.

Fréttir

Losunarleyfi fyrir PCC

07. feb. 2018

Umhverfisstofnun hefur gefið út losunarleyfi vegna gróðurhúsalofttegunda fyrir PCC BakkiSilicon hf. Rekstraaðila er veitt leyfi til losunar á gróðurhúsalofttegundum vegna framleiðslu á hrákísli auk heimilda að sækja um úthlutun á endurgjaldslausum losunarheimildum í samræmi við I.viðauka laga nr.70/2012 um loftslagsmál.
Meira...

Útgáfa starfsleyfis fyrir kísilmálmverksmiðju á Bakka

13. nóv. 2017

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Eins og kunnugt er hyggst fyrirtækið hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi. Framleiddur verður meira en 98,5 % hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju á Bakka

20. júlí 2017

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira