04.02.2015 07:43

Deiliskipulag samþykkt


Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 21. janúar 2015 deiliskipulag á Látrabjargi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 26. maí 2014. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Vinna við gerð deiliskipulagsins var samstarfsverkefni verkfræðistofnunnar BAARK, Vesturbyggðar, Umhverfisstofnunar, landeigenda og ferðamálasamtaka V-Barð og hefur staðið yfir frá vori 2012.
Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira