Hlið, Álftanes

Myndin sýnir par æðarfuglaHlið var friðlýst sem fólkvangur árið 2002.  Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu. Margæs, æðarfugl, rauðbrystingur, sendlingur og tildra eru ábyrgðartegundir sem finnast innan fólkvangsins. Tegundirnar eru Bernarviðauki II og III.

Stærð fólkvangsins er 39,6 ha.

Myndin sýnir æðarfugla.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira