Kalmanshellir

Kalmanshellir í Hallmundarhrauni var friðlýstur föstudaginn 19. ágúst árið 2011. Hellakerfið er friðlýst sem náttúruvætti og er um 4 km langt.

Með friðlýsingu Kalmanshellis er leitast við að vernda hellinn, hinar einstæðu jarðmyndanir hans og hellakerfið allt. Markmiðið með friðlýsingunni er að koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum og eru því sérstakar takmarkanir á aðgangi að viðkvæmasta hluta hellisins.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira