Andakíll

Búsvæði fugla í Andakíl

Umhverfisstofnun í samstarfi við Borgarbyggð, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fulltrúa landeigenda undirbýr gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Fulltrúar þessara aðila mynda starfshóp sem vinnur að gerð áætlunarinnar.

Verndarsvæðið í Andakíl var friðlýst sem búsvæði blesgæsa árið 2002 en var stækkað árið 2011 og er nú friðlýst sem búsvæði fugla samkvæmt auglýsingu í Stjórnartíðindum, nr. 338/2011. Svæðið er einn af mikilvægustu áningarstöðum grænlenska blesgæsastofnsins á Íslandi. Árið 2013 var svæðið skráð á lista Ramsar yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Svæðið er um 3.086 ha að stærð.

Verk- og tímaáætlun gerir ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði tilbúin í febrúar 2017.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Guðbjargar Gunnarsdóttur, gudbjorg@ust.is eða í síma 591-2000.

Tengt efni

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira