Glerárdalur

Glerárdalur

Umhverfisstofnun, í samráði við Akureyrarbæ, vinnur nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í Glerárdal. Verður hér hægt að fylgjast með framvindu mála.

Fólkvangur í Glerárdal, ofan Akureyrar var friðlýstur formlega þann 6. júní 2016. Tillaga að friðlýsingunni var samþykkt á 150 ára afmælisdegi bæjarins og var hugsuð sem afmælisgjöf Akureyrarbæjar til íbúa bæjarins.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar fyrir almenning, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess land sem er að mestu ósnortið með fjölbreyttum jarðmyndunum og gróðurfari, og er þannig stuðlað að varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni og breytileika jarðmyndana.

Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 er meðal hlutverka Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir hvert friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til 10 ára ásamt aðgerðaáætlun til 5 ára. Í starfshóp sem vinnur að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Glerárdal eiga sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar og Akureyrarbæjar.

Hér að neðan má sjá verk- og tímaáætlun fyrir vinnuna, ásamt samráðsáætlun.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar gefur Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordiss@umhverfisstofnun.is eða í síma: 591-2000

Tengt efni

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira