Hornstrandir

 

Umhverfisstofnun í samstafi við fulltrúa landeigenda og Ísafjarðarbæ undirbýr gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Fulltrúar þessara aðila mynda samstarfshóp sem vinnur að gerð áætlunarinnar.

Hornstrandir var friðlýst árið 1975 sem friðland skv. auglýsingu um friðland á Hornströndum, nr. 332/1985 í B-deild Stjórnartíðinda. Markmið friðlýsingar er m.a. að varðveita fjölbreytt og mikilfenglegt landslag með hrikalegum fjöllum, ýmsum berggerðum, giljum, ám, fossum, óshólmum, fjölskrúðugum gróðri og dýralífi, auk minja um forna búskaparhætti og atvinnusögu innan svæðisins.

Frekari upplýsingar um friðlandið á Hornströndum er að finna á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is/hornstrandir

Hér að neðan eru aðgengileg bæði verk- og tímaáætlun fyrir gerð stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins, ásamt samráðsáætlun. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og verða upplýsingar um framgang verkefnisins birtar hér. Verk- og tímaáætlun gerir ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði tilbúin í lok nóvember 2017.

Einstaklingar eru hvattir til þess að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Hægt verður að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Jón Smára Jónssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, jon.jonsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

 

Tengd efni

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira