Fréttir

Fjarðaþrif hefur fengið Svaninn

Ræstingaþjónustan Fjarðaþrif ehf. er sjötta ræstingaþjónustan á Íslandi til að hljóta Svansvottun og er jafnframt sú fyrsta á landsbyggðinni. Bætist því Fjarðaþrif í ört stækkandi hóp Svansmerktra fyrirtækja, en þau eru nú orðin 20.Nánar ...

Grand hótel fær Svansleyfi

Grand Hótel Reykjavík mun í dag, fyrst hótela í Reykjavík, hljóta vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Nánar ...

Prentsmiðjan Umslag Svansvottuð

Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar afhenti Sölva Sveinbjörnssyni, framkvæmdarstjóra prentsmiðjunnar Umslags ehf. vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins í húsnæði fyrirtækisins að Lágmúla 5.Nánar ...

Svansvottun: Hótel Rauðaskriða

Hótel Rauðaskriða í Aðaldal hefur nú fengið vottun Norræna Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.Nánar ...

Gallupkönnun um stöðu Svansins

Í nýútkominni könnun um umhverfis- og neytendamerki kemur í ljós að norræna umhverfismerkið Svanurinn er langþekktasta umhverfismerkið á Íslandi.Nánar ...

Ísafoldarprentsmiðja hlýtur Svansvottun

Hið gamalgróna fyrirtæki Ísafoldarprentsmiðja hlaut 15. nóvember síðastliðinn vottun norræna umhverfismerkisins Svansins.Þetta þýðir að búið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi fyrirtækisins svo að þau eru nú undir viðmiðunarkröfum Svansins.Nánar ...

Svansprent fær Svansvottun

Prentsmiðjan Svansprent hefur hlotið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfssemi Svansprents er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið þann 24. nóvemberNánar ...

Sigurvegarar í sketsakeppni Svansins

Í haust var efnt til sketsakeppni fyrir framhaldsskólanema. Keppninni er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Tilgangur keppninnar er að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir ungu fólki og um leið vekja það til umhugsunar um umhverfismál almennt. Ungt fólk í framhaldsskólum eru framtíðar neytendur og því er mikilvægt að kynna fyrir þeim þann valmöguleika sem umhverfismerkið Svanurinn býður neytendum upp á þegar kemur að því að velja vöru eða þjónustu sem er betri fyrir umhverfi og heilsu.Nánar ...

Sketsakeppni

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir „sketsakeppni“ meðal framhaldskólanema um norræna umhverfismerkið Svaninn og umhverfismál.Nánar ...

Kaffitár fær Svansleyfi, fyrst íslenskra kaffihúsa

Kaffihús Kaffitárs hlutu vottun norræna umhverfismerkisins Svansins föstudaginn 14. maí til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi Kaffitárs er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti leyfið.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira