Urðun úrgangs

urðunarstaðurEins og á Íslandi er urðun aðalförgunarleið fyrir úrgang víða í Evrópu og reyndar í heiminum en þróunin hefur verið undanfarið að úrgangi er beint frá urðun í brennslu, endurnotkun eða endurvinnslu. Búast má við því að urðun úrgangs muni verða dýrari hér á landi svipað og gerst hefur annars staðar í Evrópu í framtíðinni sökum strangra reglna. Takmarkanir og bönn eru þegar sett á urðun á ýmsum úrgangstegundum og reikna verður með því að slíkum reglum fari fjölgandi.

Urðun úrgangs hefur í för með sér nokkra mengunarhættu, þar sem úrgangsefni og afleiður þeirra geta borist í vatn og loft, einnig getur jarðvegur mengast og orðið ónothæfur til tiltekinnar landnotkunar, t.d. til ræktunar eða ábúðar. Urðunarstaðir þurfa ennfremur mikil landssvæði og valda oft á tíðum sjónmengun.

Endurnýting úrgangs er hvers konar nýting úrgangs, önnur en endurnotkun. Endurnýting og endurvinnsla munu í framtíðinni verða samkeppnishæfari samanborið við urðun. Úrvinnslugjald, takmarkanir og bönn við urðun ýmissa úrgangstegunda gefa sveitarfélögum ástæðu til að endurskoða núverandi fyrirkomulag úrgangsmeðhöndlunar sem byggir fyrst á fremst á förgun úrgagns.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira