Ágangur álfta og gæsa

Ágangur álfta og gæsa

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa ákveðið að unnið verði að aðgerðaáætlun vegna ágangs gæsa og álfta í akra og tún bænda og fela stofnunum sínum að vinna að framgangi hennar.   

 

Starfshópur, sem falið var að útfæra aðgerðir vegna vandans, skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tillögum sínum árið 2016. Þar eru lagðar til ýmsar tillögur um aðgerðir og samhæft verklag milli umhverfis- og landbúnaðaryfirvalda til að vinna gegn þessum ágangi. Ráðuneytin taka undir tillögur stofnananna og telja að með þeim sé komin farvegur með raunhæfum aðgerðum til að draga úr tjóni svo sem með skráningu bænda á ágangi og tjóni, ráðgjöf til bænda um aðgerðir og að bæta tjón af völdum fuglanna. 

 

Með samþykkt búvörusamninga á Alþingi á haustdögum 2016 fékkst vilyrði fyrir fjármögnun á mögulegum greiðslum til bænda til að bæta það tjón sem ágangur veldur, líkt og víða þekkist í nágrannalöndunum.  Samkvæmt aðgerðaáætluninni eru það Umhverfisstofnun og Matvælastofnun sem bera ábyrgð á þessum verkefnum í samstarfi við Bændasamtökin og fleiri aðila.

 

Sjá frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 28.10.2016.

 

https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/adgerdir-til-ad-draga-ur-tjoni-baenda-af-voldum-agangs-gaesa-og-alfta-a-raektunarlond

Álftir (Cygnus cygnus)

Almennar upplýsingar

 

Álftin er stærsti varpfugl landsins. Hún er eini innlendi svanurinn og auðþekkjanleg frá öðrum íslenskum fuglum á stærð, lit og löngum hálsi. Fullorðin álft er alhvít en tekur oft á sig ryðrauðan lit úr mýrarauða á höfuð og háls og nær sá litur stundum niður á bringu og kvið. Ungfugl og fugl á fyrsta vetri eru gráleitir en lýsast þegar líður á vetur og eru að mestu orðnir hvítir að vori. Kynin eru eins í útliti, en karlfuglinn ívið stærri.

 

Flugið er kröftugt með sterklegum, hægum vængjatökum. Álftin teygir hálsinn beint fram á flugi en heldur honum lóðréttum á sundi. Hún hleypur á vatni þegar hún hefur sig til flugs. Félagslynd, venjulega í hópum nema á varptíma en þá verja hjónin óðal. Álftir fella flugfjaðrir síðsumars, eru þá ófleygar um tíma og er þá sagt að þær séu „í sárum“.

 

Fæða og fæðuhættir: 

 

Álftin er grasbítur, sem lifir mest á vatnagróðri eins og störum, fergini, mara og nykrum. Fer einnig í tún og á grunnsævi og í sjávarlónum er marhálmur, lónajurt og grænþörungar aðalfæðan. Hálfkafarar oft til að ná til botns í dýpra vatni.

 

Sjá ofangreindar og fleiri upplýsingar af fuglavefnum: http://www1.nams.is/fuglar/birdinfo.php?val=7&id=29 

Heiðagæs (Anser barachyrhynchus)

Almennar upplýsingar

 

„Heiðagæsin er einn af einkennisfuglum miðhálendisins, nokkru minni en grágæs og hálsinn hlutfallslega styttri. Höfuð og háls eru kaffibrún og skera sig frá blágráum búknum. Ljósari, með fölbleikum blæ á neðanverðum hálsi og bringu, niður á kvið. Undirstél og undirgumpur eru hvít, síður dökkflikróttar. Framvængur er blágrár, dekkri en á grágæs. Fullorðinn fugl og ungfugl eru svipaðir, ungfugl þó dekkri. Gassinn er sjónarmun stærri en gæsin.

 

Heiðagæs er félagslynd á öllum tímum árs. Hún flýgur með hröðum vængjatökum og í þéttum hópum, byltir sér meira og er léttari á flugi en grágæs. Lítið höfuð og stuttur háls eru einkennandi á flugi.

 

Fæða og fæðuhættir

 

Grasbítur eins og aðrar gæsir, sækja nokkuð í ræktarland á vorin, en bíta annars einkum mýragróður: starir, hálmgresi, fífu, einnig elftingar og kornsúru. Síðsumars leggjast þær í berjamó og kornsúrurætur.“

 

Sjá ofangreindar og fleiri upplýsingar af fuglavefnum: http://www1.nams.is/fuglar/birdinfo.php?val=7&id=38

Grágæs(Anser anser)

Almennar upplýsingar

 

Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa eða hafa viðdvöl á Íslandi. Hún er öll grábrún, dökk að ofan og á hálsi, ljós að neðan nema síðurnar eru dökkar, stundum með dökka flekki á bringu og kviði. Er eins og aðrar gráar gæsir með hvítan undirgumpur , undirstél-- og yfirstélþökur. Ljósgráir framvængir og gumpur áberandi á flugi. Fullorðinn fugl og ungfugl eru svipaðir, ungfugl er með dökka nögl á goggi, en fullorðin með ljósa. Kynin eru eins að lit, en gassinn er sjónarmun stærri.

 

Grágæsir halda sig oftast í hópum utan varptíma, fara þá um í oddaflugi og skiptast á um að hafa forystu. Flugið er beint og kraftmikið. Þær eru mest á ferli í dögun og rökkurbyrjun. Pörin halda saman árið um kring og annast uppeldi unga í sameiningu, kvenfuglinn ungar út meðan karlfuglinn stendur á verði.

 

Fæða og fæðuhættir:

 

Grasbítur, fæðan er ýmis grænn gróður; starir og grös yfir sumarið og síðsumars og á haustin taka þær m.a. ber. Etur forðarætur kornsúru, á vorin rífur hún upp gras til að ná í græna plöntuhluta og sækir í korn frá fyrra hausti.

 

Sjá ofangreindar og fleiri upplýsingar af fuglavefnum:  http://www1.nams.is/fuglar/birdinfo.php?val=7&id=30

Ágangur og varnir


Hér er fjallað um ágang álfta og gæsa á ræktarland. Farið er yfir helstu tegundir (grágæs, heiðagæs, blesgæs, helsingja og margæs) og varnir gegn þeim. Greinin birtist í Bændablaðinu í apríl 2018.

 

 

Ef þú þekkir til góðra aðferða sem ekki eru nefndar hér eru ábendingar vel þegnar sem og ljósmyndir – veidistjorn@ust.is

Tilkynning um tjón


Bændatorg er vefsíða sem heldur utanum skýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands og þar með skýrsluhaldskerfið – jörð.is. Bændur eru hvattir til að tilkynna tjón af völdum álfta og gæsa í gegnum það form og tengja mat á tjóni við tileknar spildur á Jörð.is. Þar með er einnig búið að tengja tjón af völdum álfta og gæsa við tilteknar staðsetningar í landupplýsingakerfi og eru ýmsir möguleikar á að tengja tjón við upplýsingar um jarðrækt. Rétt er að geta þess að hluti bænda hefur enn ekki stafrænt túnkort á Jörð.is og hefur þar af leiðandi ekki möguleika á að tilkynna um tjón. Þeir bændur sem stunda kornrækt og endurrækta tún sín reglulega eru þó langflestir með stafræn túnkort á Jörð.is en það eru jafnframt þeir sem verða helst fyrir tjóni af völdum álfta og gæsa.

 

Við tilkynningu á tjóni eru bændur m.a. beðnir um eftirfarandi upplýsingar:

– Búrekstrarform (ÍSAT-númer).

 

– Landnúmer.

 

– Spilda (tenging við Jörð.is).

 

– Eðli tjóns (bæling og/eða át).

 

– Umfang tjóns (lítið ø meiri háttar).

 

– Tímabil tjóns.

 

– Tjónvaldur.

 

– Forvarnir og útlagður kostnaður vegna þeirra

Skýrslur og greinar

 

Hér má líta á ýmsar greinar og skýrslur sem fjalla um ágang álfta og gæsa:

 

 

Ábendingar um fleiri tengdar greinar og skýrslur má gjarnan senda á veidistjorn@ust.is

HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1