Veiðiupplýsingar

Myndin sýnir hjörð hreindýra
30.07.2007 00:00

30. júlí 2007

Frábært veiðiveður á svæði 1 og 2, einnig gott á mörgum öðrum svæðum en því miður hafa ekki margir skráð sig á veiðar enn sem komið er í dag. Björn B. er með tvo menn á sv. 2, Ómar er með einn veiðimann þar einnig. Albert Jensson fer með eina skyttu á sv. 8. Fleiri ekki lagðir af stað en vonandi fara fleiri.
Nánar ...

29.07.2007 00:00

29. júlí 2007

Björn Birgiss. með tvo menn á svæði 2, Sævar fór með mann á sv. 5 og náðu þeir tarfi í Reyðarfirði fyrir ofan álverið. Siggi á Borg var með mann á Lónsheiði og er búinn að tilkynna veiði. Þorri fór á sv. 7 með einn veiðimann seinni partinn, Stefán Helgi fór einnig með tvo veiðimenn á sv. 8 á Setbergsheiði og veiddu þeir tvo góða tarfa. Magnús Karls fór með veiðimenn á sv. 6 og þar var felldur einn tarfur.
Nánar ...

28.07.2007 00:00

28. júlí 2007

Þokunni að létta á Héraði og að verða mjög gott veiðiveður. Nokkrir ætla til veiða í dag. Þórhallur farinn með einn mann á sv 2, Ríkharð fer þangað einnig með tvo veiðimenn. Jónas Bjarki og Ómar eru að fara á sv. 7 með einn veiðimann hvor. Siggi á Borg fer á svæði 8 með einn mann.
Nánar ...

27.07.2007 00:00

27. júlí 2007

Reimar fór með tvo menn í Fellaheiðina á sv. 2. Aðrir ekki á veiðum. Það styttist í að önnur vika veiðitímans klárist og lítið hefur verið veitt af tarfakvótanum -
Nánar ...

26.07.2007 00:00

26. júlí 2007

Nú er þoka víða á veiðisvæðum hreindýra. Á svæði 2 liggur þokan niðri á Fellaheiðinni en hugsanlega bjartara á Fljótsdalsheiði en þar eru dýrin trúlega ekki vegna stífrar norðaustan - austanáttar. Á Fjörðunum er líka þoka í fjöllum og dálítið neðarlega samkv. vefmyndavélum - helst að gæti verið bjart á sv. 8 og 9. Eini leiðsögumaðurinn sem skáð hefur sig til veiða með einn mann er Siggi á Borg á sv. 9.
Nánar ...

25.07.2007 15:35

25. júlí 2007

Aðeins tveir veiðimenn á veiðum í dag. Hákon með einn og Þórarinn Rögnvalds með einn. Hákon fór upp frá Ási en Þórarinn var inn á Fljótsdalsheiði. Veiðimaður Þórarins kláraði þar um kl 15:00. Dýrin á hraðri leið út heiðina enda norðaustan spá og blæs af hafi á Héraði.
Nánar ...

25.07.2007 00:03

24. júlí 2007

Hákon var með tvo menn á Fljótsdalsheiðinni og Reimar með einn. Illa gekk að finna tarfana og voru þeir komnir utar en menn héldu. Veiðimaður Reimars felldi eina tarfinn sem veiddur var í dag um kl. 20:00 annað veiddist ekki. Albert Jenss. ætlaði að kíkja með menn á svæði 7 seinni partinn ef rofaði til í þokuna þar. Ekki frést um árangur af því.   Tarfar verða trúlega í Fellaheiðinni á mogun og ættu menn að stefna þangað.
Nánar ...

23.07.2007 00:00

23. júlí 2007

Aðeins tveir veiðimenn á veiðum í dag. Ómar fór með einn á Fljótsdalsheiðina og veiddi hann góðan tarf vestan við Grenisöldu. Eiríkur með einn á svæði 1 og náði hans veiðimaður tarfi lengst úti Hjarðarhagaheiði. Það voru þá aðeins felldir tveir tarfar þennan daginn.Nánar ...

22.07.2007 00:00

22. júlí 2007

Þegar þetta er skrifað hafa aðeins tveir leiðsögumenn tilkynnt sig til veiða. Eiríkur Skjaldar fer með tvo menn á sv 1 fyrst og Reimar ætlar á sv. 2. Fleiri eiga kannski eftir að leggja í hann en þokuslæðingur gæti komið í veg fyrir að skyggni yrði sem best.
Nánar ...

22.07.2007 00:00

21. júlí 2007 (mynd)

Fáir á veiðum í dag.
Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira