Veiðiupplýsingar

21.09.2017 14:08

21. september 2017

Góðan og blessaðan daginn. Hér koma niðurstöður veiða að loknu hefðbundna tímabilinu. Svæði 1: Kvótinn felldur / svæði 2: kvótinn felldur / svæði 3: tarfar felldir, tvær kýr voru ekki felldar / svæði 4: kvótinn felldur / svæði 5: kvótinn felldur /svæði 6: kvótinn felldur / svæði 7: tarfar felldir, tvær kýr ekki felldar / svæði 8: tarfar felldir, þrjár kýr ekki felldar / svæði 9: tveir tarfar ekki felldir, tvær kýr ekki felldar. Samtals urðu því eftir 11 dýr af kvóta hefðbundins tímabils sem var 1275 dýr og því felld 1264. Í nóvember er heimild til að fella 40 kýr á svæði 8.Þeim leyfum hefur verið úthlutað til þeirra sem þar sóttu, ef einhverjum þeirra verður skilað er þar nokkur biðlisti.
Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira