Veiðiupplýsingar

09.08.2018 22:04

10. ágúst 2018

Nú er að létta til og ætti að vera gott veður til leitar og veiða í dag. Jakob Karls með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt uppaf Bakkafjarðarþorpi, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Bensi í Hofeigi með þrjá að veiða kýr á sv. 1, Ívar Karl með einn að veiða kú og annan að veiða tarf sv. 1, fellt við Háganga, Guðmundur Péturs með tvo að veiða kýr á sv. 2, Sigurður T með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Hallormsstaðahálsi, Jónas Bjarki með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt á Hallormsstaðahálsi, og einn til viðbótar að veiða kú á sv. 2, fellt innan við Álftavatnshæðir, Henning með þrjá að veiða kýr á sv. 2, ein felld innan við Grótháls, Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 2, felld í Flatarheiði, Jónas Hafþór með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt innan við Hraungarð, Óttar með þrjá að veiða kýr á sv. 3, ein felld í Hraundal, þar var um 100 dýra hjörð, Ólafur Örn með tvo að veiða kýr á sv. 4, Sævar með tvo að veiða kýr á sv 5, fellt á Eskifjarðarheiði, Gunnar Bragi með einn að veiða tarf á sv. 9. fellt í Steinadal.
Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira