Veiðiupplýsingar

14.09.2018 23:18

15. sept. 2018 seinasti dagur tarfatímabils

Óli Gauti með einn að veiða kú á sv. 1, fellt norðan Kistufells, Snæbjörn með þrjá að veiða kýr á sv. 1, og einn í viðbót í kú, fellt við Kistufell og í Mælifellsdal, Benni Óla með einn að veiða kú á sv 1, fellt norðan við Kistufell, Jón Hávarður með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt við Valagilsá, Ívar Karl með þrjá að veiða kýr á sv. 2, bætti einum við seinni part. fellt í Kaldaklofafjalli og Húsárdrögum, Siggi Aðalsteins með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt á Merkishálsi, Agnar Eiríks með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Miðheiði, Jón Egill með þrjá að veiða kýr á sv. 3, fellt Húsavík/Nesháls, Helgi Jenss með einn að veiða kú á sv. 3, fellt á Víknaheiði, Stebbi Kr. með einn að veiða kú á sv. 4,fellt á Mjóafjarðarheiði, Þorsteinn A. með einn að veiða kú á sv. 4, Sigurgeir með einn að veiða kú á sv. 5, fellt í Gerpisskarði, Örn Þorsteins með einn að veiða tarf á sv. 5, fellt í Húsárdal í Vöðlavík, Frosti með einn að veiða kú á sv. 6 og annan á sv. 7, fellt við Sauðahnjúk, Rúnar með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Hallormsstaðahálsi, Árni Björn með einn að veiða kú á sv. 6, Einar Axelss. með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt á Víðivallahálsi, Halli með einn að veiða tarf á sv. 6 og einn að veiða kú á sv. 2, Skúli Ben með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt í Hallormsstaðahálsi og Hraungarði, Jónas Bjarki með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Smátindafjalli, Björn Ingv. með einn að veiða kú á sv. 6, Björgvin Már með tvo að veiða kýr á sv. 7, Albert með tvo að veiða kýr á sv. 7, Guðmundur K með tvo að veiða kýr á sv. 7/8, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 8, fellt á Skyndidal, fór svo á sv. 9 með seinasta tarfamanninn og tarfur felldur í Miðbotnafjalli , Stefán Helgi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt Flateyjaröldum, Samkvæmt mínum upplýs. náðist að fella alla tarfa nema einn tarf á sv 4 og tvo tarfa á sv. 8. Það er nú aldeilis frábært, tarfakvótinn var að vísu ekki mjög stór þetta árið. Margir fullorðnir tarfar lifa af veiðtímabilið sem gefur vísbendingu um að á næsta ári verði víða góðir tarfar.
Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira