Ráðstöfun tekna

Samkvæmmt 11.gr laga 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þurfa allir þeir sem stunda veiðar að hafa aflað sér veiðikorts vegna þeirra tegunda sem falla undir lögin. Gjald fyrir veiðikort er ákvarðaði í lögum og skal notað til rannsókna, vöktunar og stýringar á stofnum villtra dýra auk þess að kosta útgáfu kortanna. Ráðherra útlutar fé til rannsókna af tekjum af sölu veiðikorta að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

 

Árið 2016 voru gefnar út nýjar verklagsreglur vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta. Markmið þeirra var að móta stefnu og tryggja að stjórnsýsla sé í samræmi við gildanid lög og reglur, er varðar hlutverk, verkefni og ráðstöfun á veiðikortatekjum.

 

Í samræmi við 3. mgr. 11. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum skal gjald af sölu veiðikorta notað til rannsókna, vöktunar og stýringar á stofnum villtra dýra, auk þess að kosta útgáfu kortanna. Óheimilt er að nota fjármuni af sölu veiðikorta í öðrum tilgangi en þeim sem að framan greinir.

 

Tekjum af sölu veiðikorta skal skipt þannig milli viðfangsefna:

 • a) Allt að 40% til umsýslu veiðikortakerfisins.
 • b) Allt að 50% til vöktunaráætlana, stofnstærðarmats og mats á veiðiþoli helstu veiðitegunda.
 • c) Að lágmarki 10% til sértækra rannsókna í þágu veiðistjórnunar.

 

Nánar er hægt að kynnar sér verklagsreglur um veiðikortasjóð hér. Linkur á skjal

Þann 1. Janúar 2016 tóku gildi nýjar verklagsreglur hafa tekið gildi vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta. Helstu breytingar eru þær að aukin áhersla verður lögð á að vinna að viðvarandi verkefnum á sviði veiðistjórnunar og sjálfbærra veiða, s.s. vöktunar veiðistofna auk smærri skilgreindra verkefna í þágu veiðistjórnunar.  Einnig er sú nýjung að sett er á fót sérstök ráðgefandi nefnd, Samstarfssnefnd um sjálfbærar veiðar.

 

Umhverfisstofnun starfrækir samráðsnefd um sjálfbærar veiðar er skipuð til þriggja ára og í henni skal vera einn fullrtúi frá Bændasamtökum Íslands, einn fulltrúi frá SKOTVÍS, einn fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði náttúruverndar, einn fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Ísalnds og tveir fullrúar sem Umhverfisstofnun tilnefnir og skal annar þeirra vera formaður.

 

Samráðsnefndina skipa eftirfarandi aðilar:

 

 • Steinar Rafn Beck Baldursson – formaður tilnefndur af Umhverfisstofnun
 • Þórdís Vilhelmína Bragadóttir – ritari tilnefnd af Umhverfisstofnun
 • Kristinn Haukur Skarphéðinsson – tilnefdur af Náttúrufræðistofnun Íslands
 • Arne Sólmundsson – tilnefndur af SKOTVÍS
 • Róbert Arnar Stefánsson – tilnefndur af náttúrustofum, Náttúrustofu Vesturlands
 • Hólmfríður Arnardóttir – tilnefnd fyrir frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar, Fuglavernd
 • Snorri Jóhannesson – tilnefdur af Bændasamtökum Íslands

Starfsreglur samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar

Starfsreglur þessar eru settar á grundvelli 11. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og verklagsreglna vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta, sem settar voru af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þann 19. janúar 2016. Í verklagsreglunum er m.a. fjallað um veiðikortakerfið, ráðstöfun tekna af sölu veiðikorta og skipun og hlutverk samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar.

 

Nefndin mun stuðla að styrkingu faglegrar veiðistjórnunar á villtum dýrum (sbr. e-lið 5. gr. verklagsreglna), beita sér fyrir innleiðingu verndar- og veiðiáætlana fyrir íslenska veiðistofna og þróa verklag og ferla til ákvarðanatöku um vernd og veiðar.

 

Nefndin mun stuðla að því að framkvæmd veiða samræmist markmiðum um sjálfbæra nýtingu (sbr. e-lið 5. gr. verklagsreglna) með því að skilgreina viðmið fyrir íslenska veiðistofna sem taka mið af stofnstærðarþróun þeirra og alþjóðlegum skuldbindingum.

 

Flestir fundir verða haldnir í gegnum Skype eða annan fjarfundarbúnað en nefndin skal þó hittast augliti til auglitis á fundum eigi sjaldnar en árlega. Nefndin skal hafa eftirfarandi vörður til viðmiðunar við störf sín:

 

 • Kynningarráðstefna í mars eða apríl annað hvert ár.
 • Fundir með verkefnisstjórum í september, þar sem rætt er um framvindu, áherslur o.s.frv.
 • Skil á vöktunar- og rannsóknaráætlunum berist til nefndar fyrir 15. nóvember ásamt framvinduskýrslu liðins árs.
 • Tillögur nefndar um styrki skilað fyrir 15. desember.

 

Ef þörf krefur geta fundir verið tíðari en hér er tilgreint. Fundarstjórn,  ritun og varðveisla fundargerða er í höndum Umhverfisstofnunar.

 

Þegar kallað verður eftir vöktunar- og rannsóknaáætlunum mun nefndin gera viðkomandi aðilum grein fyrir þeim verk- og fjárhagsþáttum sem sem teljast styrkhæfir.

 

Við vinnu sína mun nefndin m.a. hafa eftirfarandi til hliðsjónar:

 

 

Starfsreglurnar voru samþykktar á fundi nefndarinnar, 23.1.2017.

Hér er yfirlit yfir úthlutanir tekana af sölu veiðikorta eftir árum.

2017


Vöktun bjargfugla

Náttúrustofa Norðausturlands

4.311.000 kr

Vöktun lunda

Náttúrustofa Suðurlands

4.190.000 kr

Vöktun rjúpu

Náttúrufræðistofnun Íslands

10.480.000 kr

Vöktun skarfa

Náttúrufræðistofnun Íslands

1.298.000 kr

 

2016

Áætlanir

Vöktun bjargfugla

Náttúrustofa Norðausturlands

3.900.000 kr

Vöktun lunda

Náttúrustofa Suðurlands

3.496.800 kr

Vöktun rjúpu

Náttúrufræðistofnun Íslands

13.245.426 kr

Vöktun skarfa

Náttúrufræðistofnun Íslands

1.308.800 kr

 

Sértæk verkefni

 

Myndavélakaup

Náttúrustofa Norðausturlands

1.720.000 kr

 

2015

Verkefni

Aðili

Úthlutun

Tillögur*

Vöktun rjúpu

Náttúrufræðistofnun Íslands

9.000.000 kr

7.000.000 kr

Snýkjudýr rjúpu

Náttúrufræðistofnun Íslands

750.000 kr

750.000 kr

Farhættir svartfugla

Náttúrustofa Norðausturlands

3.930.000 kr

3.930.000 kr

Heilbrigði veiðitegunda

Háskóli Íslands

3.000.000 kr

3.000.000 kr

Lundi og bjargfugl

Náttúrustofa Suðausturlands

4.400.000 kr

3.620.000 kr

Vöktun dílaskarfs

RHÍ Snæfellsnesi

820.000 kr

820.000 kr

Vöktun á gæsum og öndum

VERKÍS

2.371.000 kr

2.371.000 kr

Magainnihald fiska

VÖR

1.000.000 kr

0 kr

Hlunnindi fuglabjarga

Ævar Petersen

700.000 kr

700.000 kr

 

2014

Verkefni

Aðili

Úthlutun

Tillögur*

Vöktun bjargfugla

Háskóli Íslands

3.890.000 kr

3.890.000 kr

Vöktun lunda

Náttúrustofa Suðurlands

3.620.000 kr

3.620.000 kr

Vöktun rjúpu

Náttúrufræðistofnun Íslands

8.500.000 kr

7.000.000 kr

Farhættir svartfugla

Náttúrustofa Norðausturlands

3.460.000 kr

3.460.000 kr

Beitarálaga vegna gæsa

Náttúrustofa Suðausturlands

2.000.000 kr

0 kr

Heilbrigði veiðitegunda

Háskóli Íslands

2.000.000 kr

2.000.000 kr

Snýkjudýr rjúpa

Háksóli Íslands

2.500.000 kr

2.500.000 kr

Vöktun gæsir og endur

VERKÍS

800.000 kr

2.371.000 kr

Hlunnindi fuglabjarga

Ævar Petersen

700.000 kr

1.000.000 kr

Hér er hægt að skoða vöktunaráætlanir fyrir þær tegundir sem eru í forgangi.

Vöktunaráætlanir 2017-2019

 

HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1