Spurningar og svör

Ég veiddi ekkert í fyrra, þarf ég að skila inn veiðiskýrslu?

Það þarf alltaf að skila inn veiðiskýrslu þó svo að ekkert sé veitt. Skýrslunni er þá skilað inn auðri. Skila þarf veiðiskýrslu inn fyrir 1. apríl svo ekki komi til sektar sem er 1500 kr. og erfist hún milli ára ef kortið er ekki tekið.

Ég sé fram á að ég fari ekkert til veiða á þessu ári, þarf ég að endurnýja veiðikortið til að viðhalda því? 

Nei, það þarf ekki að endurnýja kortið ef ekkert er haldið til veiða. Endurnýjun veiðikorts þarf þó að gerast innan tíu ára frá síðustu endurnýjun en eftir þann tíma þurfa menn að taka hæfnispróf verðandi veiðmanna til að fá veiðikort aftur. Þó að veiðikort sé ekki endurnýjað þarf að skila inn veiðiskýrslu fyrir 1. apríl því veiðikortið gildir frá 1.apríl til 31. mars ári síðar en veiðiskýrslan tekur til almanaksársins. Það er, ef þú ert með veiðikort 2014 gildir það frá 1.apríl 2014 til 31.mars 2015.

Skiptir máli í hvaða röð ég tek veiðikorta- og skotvopnanámskeiðið? 

Nei það skiptir ekki máli í hvaða röð námskeiðin eru tekin. Þetta eru tvö aðskilin námskeið en leitast er við að halda námskeiðin með fárra daga millibili til hagræðis. Hverjum og einum er frjáls að láta lengra líða milli námskeiða eftir eigin hentisemi.

Hvernig endurnýja ég veiðikortið?

Við endurnýjun veiðikorts þarf veiðimaður að skila inn veiðiskýrslu undangengins veiðiárs. Óheimilt er að endurnýja veiðikort nema veiðiskýrslu hafi verið skilað inn. Því er veiðiskýrslu skilað inn um leið og umsókn um endurnýjun kortsins. Það er hægt að skila inn veiðiskýrslu og umsókn um veiðikort á vef Umhverfisstofnunar. Ef netfang þitt er á skrá hjá okkur getur þú kallað eftir aðgangsorði þínu á síðunni. Ef þú hefur breytt um netfang síðastliðið ár getur þú sent okkur upplýsingar um nýtt netfang á veidistjorn@ust.is. athugaðu að nausynlegt er þá að nafn og kennitala fylgi. Í janúar eru aðgangsorð fyrir netskilin send á alla þá sem hafa skráð netfang. Þeir sem ekki eru með skráð netfang fá senda skýrsluform og umsóknareyðublað með pósti sem þeir senda síðan útfyllt til baka. Greitt er fyrir kortin annaðhvort í heimabanka eða með kreditkorti en hægt er að ganga frá kortgreiðslu þegar veiðiskýrslu er skilað rafrænt.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira