Eftirlitsverkefni

  Maður að sinna eftirlitiÍ efnalögum segir að Umhverfisstofnun skuli útbúa eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn til að tryggja yfirsýn og framkvæmd laganna. Ákvæði upplýsingalaga og laga um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til eftirlitsáætlunarinnar fyrr en að loknum gildistíma hennar. Í eftirlitsáætluninni skal vera yfirlit yfir sértæk eftirlitsverkefni sem Umhverfisstofnun hyggst framkvæma og skipulagningu þeirra. Áhersla skal lögð á öryggi almennings og umhverfisvernd. Í áætluninni skal jafnframt gert ráð fyrir tilteknum fjölda eftirlitsferða á hverju ári til aðila sem markaðssetja efni og efnablöndur. 

  Efnateymi Umhverfisstofnunar sinnir ofangreindu eftirlitshlutverki stofnunarinnar. Vert er að benda á að eftirlitsáætlunin nær eingöngu til verkefna Umhverfisstofnunar. Önnur stjórnvöld sem hafa hlutverki að gegna í efnalögum vinna eftir sínum eigin áætlunum.

  Gildissvið laganna nær yfir stóran málaflokk og fjöldi reglugerða hefur stoð í lögunum. Því þarf að sníða sér stakk eftir vexti við gerð eftirlitsáætlunarinnar út frá þeim fjármunum og mannauði sem Umhverfisstofnun hefur yfir að ráða.

  Sértæk eftirlitsverkefni

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.