Meðferð varnarefna

  Til varnarefna teljast sæfivörur og plöntuverndarvörur. Þetta eru vörur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni og er ætlað að eyða skaðlegum lífverum, bægja þeim frá, gera þær skaðlausar, koma í veg fyrir áhrif þeirra eða halda þeim með öðrum hætti í skefjum með efna- eða líffræðilegum aðferðum.

  Sæfivörur hafa víðtækt notagildi og koma víða við sögu í daglegu lífi. Sæfivörum er skipað í fjóra aðalflokka sem eru: sótthreinsandi efni, rotvarnarefni, útrýmingarefni og önnur sæfiefni. Útrýmingarefni eru notuð til eyðingar meindýra.

  Plöntuverndarvörur eru notaðar í landbúnaði og garðyrkju við ræktun skrautjurta, matjurta, ávaxta, korns og fleiri nytjaplantna til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra eða til að þess að stýra vexti þeirra.

  Samkvæmt gildandi reglum um varnarefni er plöntuverndarvörum og sæfivörum skipað í þessa tvo flokka;

  • vörur sem ætlaðar eru til almennrar notkunar og allur almenningur getur keypt og notað.
  • vörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni (tiltekin varnarefni) og notendaleyfi þarf til að kaupa og nota.

  Allir þeir sem starfa við það að dreifa plöntuverndarvörum eða útrýmingarefnum skulu vera handhafar notendaleyfis óháð hvort um er að ræða vörur til notkunar í atvinnuskyni eður ei.

  Ekki er heimilt að setja varnarefni á markað hér á landi nema viðkomandi efni hafi markaðsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir skv. 35. gr. efnalaga nr. 61/2013.

  Í markaðssetningu felst að bjóða vöru fram á markaði, hvort heldur er gegn greiðslu eða án endurgjalds. Innflutningur telst vera markaðssetning.

  Um skyldur þeirra sem markaðssetja tiltekin varnarefni segir í reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna :

  • Dreifingaraðili sem markaðssetur varnarefni til notkunar í atvinnuskyni skal tilgreina nafngreindan ábyrgðaraðila til að tryggja að nægjanleg fagþekking sé innan fyrirtækisins. Slíkur einstaklingur skal vera til taks þegar sala fer fram til að veita viðskiptavinum fullnægjandi upplýsingar að því er varðar notkun varnarefna og áhættu fyrir heilbrigði og umhverfið,
  • Tilgreindur ábyrgðaraðili skal hafa lokið námi eða námskeiði sem Umhverfisstofnun metur gilt og staðist próf sem sýnir fram á þekkingu hans. Láti viðkomandi ábyrgðaraðili af störfum hjá hlutaðeigandi verslun eða birgi skal tilkynna til Umhverfisstofnunar um nýjan ábyrgðaraðila sem uppfyllir skilyrði,
  • Sá sem markaðssetur varnarefni ber ábyrgð á því að einungis þeim sem eru handhafar gilds notendaleyfis frá Umhverfisstofnun séu afhent tiltekin varnarefni,
  • Halda skal skrá yfir sölu tiltekinna varnarefna og skal afhenda Umhverfisstofnun gögn um magn og tegund  tiltekinna varnarefna sem sett eru á markað á því formi sem stofnunin tilgreinir,
  • Tilteknum varnarefnum skal komið þannig fyrir á útsölustöðum að þau séu ekki aðgengileg viðskiptavinum heldur skulu þau afhent sérstaklega,
  • Öryggisblöð á íslensku skulu fylgja við afhendingu varnarefna til notkunar í atvinnuskyni.

  Varnarefni ná yfir fjölbreyttan hóp efnavara eins og t.d. illgresiseyða, skordýraeyða, sveppaeyða og útrýmingarefni og gilda um þau strangar reglur. Um varnarefni og meðferð þeirra gildir reglugerð nr. 980/2015  þar sem meginmarkmiðið er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna og tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra.

  Í reglugerðinni um meðferð varnarefna má finna ákvæði er varðar:

  • kaup og móttöku, notendaleyfi, ábyrgðaraðila fyrir markaðssetningu
  • eyðingu meindýra og úðun garða í atvinnuskyni
  • meðferð, varðveislu, flutning og förgun
  • innihald og gerð áætlunar um notkun
  • eftirlit og öryggiskröfur vegna búnaðar sem er notaður við dreifingu
  • bann við og takmörkun á notkun á einstökum landsvæðum
  • bann við dreifingu úr loftförum

  Með reglugerðinni um meðferð varnarefna er innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/128/EB frá 21. október 2009 um aðgerðaramma Bandalagsins til að ná fram sjálfbærri notkun varnarefna. Hér má kynna sér texta tilskipunar 2009/128/EB í heild sinni. 

  Einstaklingar sem nota varnarefni í atvinnuskyni vegna starfa sinna við eyðingu meindýra eða í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun, skulu sækja um notendaleyfi til Umhverfisstofnunar. Þeir sem nota varnarefni til eyðingar meindýra skulu hafa notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum og þeir sem nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju skulu hafa notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum.

  Hér má finna lista fyrir einstaklinga sem eru með notendaleyfi í gildi.

  Skilyrði fyrir veitingu notendaleyfis eru eftirfarandi: 

  • Umsækjandi skal hafa lokið námi eða námskeiði þar sem fjallað er um meðferð varnarefna, þ.e. plöntuverndarvara og útrýmingarefna, svo og um lög og reglur sem á því sviði gilda. Umsækjandi skal hafa staðist próf sem sýnir fram á þekkingu hans,
  • Umsækjandi skal hafa yfir að ráða aðstöðu og búnaði sem Vinnueftirlit ríkisins hefur viðurkennt og er nauðsynlegur til þess að tryggja örugga og rétta meðferð á þeim vörum sem sótt er um notendaleyfi fyrir,
  • Umsækjandi skal vera eldri en 18 ára.

  Notendaleyfi skal gefið út á einstakling og leyfishafi skal ávallt hafa notendaleyfiskírteini meðferðis kaup og alla meðferð á þeim vörum sem leyfið nær til.

  Notendaleyfi skulu gefin út til tiltekins tíma og gilda að hámarki í fimm ár. Heimilt er að endurnýja notendaleyfi til allt að fimm ára í senn. Skilyrði fyrir endurnýjun notendaleyfis eru:

  • Skoðun Vinnueftirlits ríkisins á aðstöðu og búnaði umsækjanda.
  • Að umsækjandi hafi sótt sér viðeigandi endurmenntun í a.m.k. 3 kennslustundir á því tímabili sem liðið er frá síðustu útgáfu notendaleyfis.

  Reglulega eru haldin námskeið um meðferð varnarefna, sem ætluð eru þeim sem vilja verða sér úti um notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum eða útrýmingarefnum. Síðast var haldið slíkt námskeið í  mars 2017 á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands.

  Umsóknir

  Með meindýrum er átt við rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðra hryggleysingja hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við híbýli manna, í peningahúsum, farartækjum, vöruskemmum o.s.frv.

  Sá einn má starfa við eyðingu meindýra í atvinnuskyni sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum sem Umhverfisstofnun gefur út skv. reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna.

  Nánar um notendaleyfi

  Reglulega eru haldin námskeið um meðferð varnarefna, sem ætluð eru þeim sem vilja verða sér úti um notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum til eyðingar meindýra. Síðast var haldið námskeið í nóvember 2015 á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands.

  Umsókn - Notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum

  Með garðaúðun er átt við notkun á hvers kyns plöntuverndarvöru í atvinnuskyni við úðun garða og útivistarsvæða í einkaeign eða almenningseign, til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna, svo sem plöntulyf, illgresiseyðar og stýriefni.

  Sá einn má starfa í atvinnuskyni við garðaúðun sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir plöntuverndarvörur. Aðilar sem stunda garðaúðun í atvinnuskyni skulu hafa gilt starfsleyfi gefið út af heilbrigðisnefnd skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  Við úðun garða er einungis heimilt að nota tækjabúnað sem hefur verið skoðaður af Vinnueftirliti ríkisins, handúðadælur og úðadælur sem bornar eru á baki eru þó undanþegnar skoðun.

  Leyfishafar skulu ávallt bera á sér leyfisskírteini við störf sín og framvísa þeim, þegar þess er óskað.

  Áður en garðaúðun er framkvæmd skal leyfishafi meta þörfina fyrir úðun. Telji hann ekki þörf á úðun eða einungis þörf á úðun einstakra plantna eða á einstökum svæðum, ber honum að upplýsa garðeiganda um það. Áður en úðun hefst skal meta hættuna á því hvort úðinn berist annað en honum er ætlað. Gluggar skulu vera lokaðir og þvottur má ekki vera á snúrum. Barnavagna og laus leikföng skal setja á óhulta staði. Taka skal fullt tillit til nágrannagarða og umferðar fólks um gangstéttir.

  Einungis skal úða, þegar veður er nægilega kyrrt til þess að tryggt sé að sem minnstur úði berist út fyrir svæðið sem meðhöndla á. Sérstaklega skal gætt að því að úðinn falli ekki á matjurtir eða leiktæki barna
  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira

  Vinsælar síður

  An exception occurred: Invalid column name 'orderby'.