Umhverfistofnun - Logo

Heimilið

Rekstur heimila á Íslandi er frekar umhverfisvænn þökk sé góðum aðgangi að hreinu vatni, jarðvarmahitaveitu og endurnýjanlegum auðlindum til rafmagnsframleiðslu. Þrátt fyrir að við séum svo heppin að hafa aðgang að hreinum auðlindum þurfum við að vernda þær, tryggja sjálfbæra nýtingu og bera virðingu fyrir þeim. Það er þó margt annað sem tengist heimilisrekstri sem getur aukið mjög á notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda s.s. kaup og notkun á fatnaði, mat, tækjum, leikföngum og öðru til heimilisins.