Umhverfistofnun - Logo

Neysla og endurvinnsla

Allir hlutir sem við notum verða á endanum að úrgangi. Það er því nauðsynlegt að hafa í huga að til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum úrgangs er mikilvægast að draga úr myndun hans, þ.e. með því að nýta hluti vel og forðast einnota hluti. Sé það hins vegar ekki mögulegt er næstbesti kosturinn sá að leggja áherslu á að hluturinn komist í endurvinnslu.

Úrgangurinn okkar er hráefni sem við getum endurunnið aftur og aftur. Þegar auðlindir eins og málmar, olía, matvæli eða annað er af skornum skammti í heiminum er ekki vænlegt að sóa þessum auðlindum með því að grafa þau í jörðu. Margir spyrja sig hvort það borgi sig virkilega að senda endurvinnanlegan úrgang erlendis en það gerir það svo sannarlega því þá erum við að draga úr auðlindanotkun og um leið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna urðunar. Það er undir okkur komið að hráefnið sem til er á jörðinni haldist áfram í notkun í stað þess að þurfa sífellt að sækja nýtt hráefni.

Við eigum að flokka úrganginn okkar af því að við viljum draga úr auðlindanotkun og sóun. Markmiðið fyrir árið 2020 er að ná að endurvinna 50% af úrgangi frá heimilum en raunin er í dag er að einungis um 30% endurunnið.

  • Hráefni í notkun og sem fara til endurvinnslu eru verðmæti
  • Hráefni sem úrgangur er mengun