Þarftu poka? Margnota er málið!
Samtök verslunar og þjónustu og Umhverfisstofnun vinna í sameiningu að verkefni sem felur í sér að verslanir á Íslandi dragi úr sölu á einnota burðarpokum og hvetji notendur til að draga úr notkun einnota burðarpoka.
Markmiðið er að árið 2019 kaupi hver Íslendingur að hámarki 90 stk. af einnota burðarpokum á ári og að árið 2025 verði þeir komnir í aðeins 40 stk. á ári. Tölur eru á reiki um hver eiginleg notkun er í dag en hún liggur einhvers staðar á milli 100 og 200 stk. á ári á hvern íbúa á Íslandi.
Til þess að ná fram markmiðunum þurfa verslanir að hvetja viðskiptavini til að:
- Sleppa því að fá poka, ekki bjóða poka að fyrra bragði
- Hafa í boði margnota poka, en velja góða poka sem viðskiptavinur getur notað aftur og aftur.
Plast var uppgötvað um 1900 og varð strax að mikilvægu hráefni til hvers kyns notkunar. Kostir þess eru margir en það er til dæmis mjög endingargott og létt í flutningum og hefur aukið verulega mataröryggi síðan það kom á markað. Ókostir notkunar á plasti eru aftur á móti þeir að við skilgreinum það oft sem einnota (t.d. poka, rör, plastglös og aðrar umbúðir). Framleiðsla hefur almennt í för með sér neikvæð umhverfisáhrif sem hámarkast ef við notum hluti aðeins einu sinni. Annar ókostur plasts er hversu erfitt það er í endurvinnslu vegna þess hve margbreytilegt það er. Til að fá fram æskilega eiginleika s.s. styrk, mýkt eða annað þá er ýmsum íblöndunarefnum bætt út í plast sem geta verið skaðleg heilsu fólks og umhverfinu. Plast brotnar einnig afar hægt niður í náttúrunni sem gerir það að verkum að það er hættulegt dýrum sem innbyrða það eða festast í því. Á endanum verður plast síðan að sífellt smærri ögnum, svokölluðu örplasti, sem getur haft mjög neikvæð áhrif á vistkerfi, dýr og menn.
Hvers vegna er mikilvægt að verslanir taki þátt í þessu verkefni? Verslanir hafa mjög sterka stöðu þegar kemur að því að vera til fyrirmyndar og bjóða viðskiptavinum sínum uppá vörur og þjónustu sem dregið geta úr neikvæðum áhrifum á samfélagið okkar í heild. Verslanir sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í svo jákvæðu verkefni og auka þar með jákvæða ímynd sína. Notkun á einnota burðarplastpokum og öðrum einnota umbúðum leiðir til sífellt meiri álags á náttúru okkar, m.a. ofnotkun auðlinda, umhverfisáhrif vegna flutninga og aukin úrgangsmyndun. Að draga úr notkun einnota burðarpoka er fyrsta skrefið í að draga úr þessu háttalagi.
Hvað getur verslunin gert? – Forgangsröðun fyrir verslanir
Umhverfisstofnun hefur tekið saman almennar leiðbeiningar fyrir verslanir um hvers konar pokar geta verið staðgengill einnota burðarpoka. Hafi verslanir eða aðrir frekari fyrirspurnir eða ábendingar er hægt að hafa samband í gegnum ust@ust.is eða í síma 591-2000.
Viðskiptavinir gera oft lítil innkaup sem hægt er að stinga í vasann, í handtösku eða annan poka eða töskur. Verið vakandi fyrir því að burðarpokar eru oft óþarfir og þá er gott að starfsmenn spyrji ekki viðskiptavini að fyrra bragði hvort þeir þurfi poka.
Bjóðum upp á margnota poka í verslunum. Ef viðskiptavinurinn þarf poka eru margnota pokar umhverfisvænasti kosturinn. Umhverfisstofnun mælir með því að verslanir hafi eftirfarandi í huga varðandi umhverfisáhrif margnota poka:
Pokastöðin er verkefni sem hófst á Höfn í Hornafirði og gengur út á að sjálfboðaliðar búa til margnota poka og skila eftir á ákveðnum stað í við afgreiðslukassana. Þá geta viðskiptavinir sem gleymt hafa pokanum sínum, fengið lánaðan poka sem síðan er skilað aftur næst þegar komið er í búðina. www.pokastodin.is/. Verslanir geta líka farið einfaldari leið og boðið fólki að skilja eftir margnota poka sem það notar ekki og aðrir fengið að njóta góðs af því.
4. Einnota pokar
Ef verslunin sér ekki aðra lausn en einnota poka er gott að hafa í huga:
Einnota burðarpokalaust Ísland – Aðgerðir
Í júní 2016 skilaði starfshópur tillögum að 12 aðgerðum til umhverfis- og auðlindaráðherra um hvernig mætti draga úr notkun einnota burðarpoka. Ráðherra samþykkti svo í ágúst á sama ári 14 aðgerðir.
Verkefni þetta er hluti af stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun og áherslu þjóða um allan heim að vinna í því að draga úr einnota notkun. Einnota burðarpokar eru því aðeins upphafið að stærra verkefni.