Þessi efni hafa margskonar eiginleika og því notuð í mörgum og ólíkum vörutegundum. Í neytendavörum eru aðallega notuð nonylfenóletoxýlat og oktylfenóletoxýlat. Etoxýlöt bæta meðal annars úðunareiginleika í þvottaefnum og leysa upp fitu.
Af hverju eru það hættulegt?
Oktýl- og nonýlfenólar brotna hægt niður í umhverfinu og geta safnast fyrir í dýrum og mönnum. Þessi efni eru eitruð vatnalífverum og sýnt hefur verið fram á hormónaraskandi áhrif í fiskum. Í mönnum getur það haft áhrif á frjósemi og skaðað fóstur í móðurkviði. Nonýlfenól er ertandi og skaðlegt við inntöku.
Í hvað er efnið notað?
Strangar reglur eru í gildi um leyfilegan hámarksstyrk á nonýlfenól, oktýlfenól og etoxýlatsamböndum þeirra í fjölda vörutegunda.