Klórparafín er samheiti fyrir stóran flokk efna. Þau eru notuð sem eldtefjandi efni í plasti, gúmmíi og textílvörum en líka sem mýkingarefni í málningu og plasti.
Af hverju eru þau hættuleg?
Klórparafín brotna hægt niður í umhverfinu og geta safnast fyrir í mönnum og dýrum. Auk þess eru þau mjög eitruð lífverum í vatni. Þessi efni hafa fundist víða í fæðukeðjunni, t.d. í fiskum, fuglum og móðurmjólk. Efnið getur borist til barns með móðurmjólkinni, sem getur hægt á þroska barnsins og haft áhrif á þroska heilans.
Í hvað er efnið notað?